Innlent

Nýir dómarar skipaðir

Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Innanríkisráðherra hefur skipað í embætti tvo nýja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. febrúar, þær Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, settan héraðsdómara, og Ragnheiði Snorradóttur, héraðsdómslögmann.

Þann 18. október síðastliðinn voru auglýst laus til umsóknar tvö embætti dómara með fast sæti við héraðsdóminn. Umsóknarfrestur rann út 7. nóvember og sóttu átta um embættin. Innanríkisráðuneytið fór þess á leit við dómnefnd að hún léti í té umsögn sína um hæfni umsækjenda um þessi tvö embætti. Umsögn nefndarinnar barst þann 21. janúar síðastliðinn. Nefndin mat þær Ingibjörgu og Ragnheiði hæfastar til að gegna embættunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×