Erlent

21 knattspyrnuáhorfandi dæmdur til dauða

Sá hluti fólks sem fagnaði dómnum í gær.
Sá hluti fólks sem fagnaði dómnum í gær. Nordicphotos/AFP
Dómstólar kváðu í gær upp dauðadóm yfir 21 knattspyrnuáhorfanda í Port Said í Egyptalandi.

Óeirðir brutust út að loknum knattspyrnuleik í borginni í febrúar á síðasta ári þar sem 74 létu lífið.

Ættingjar þeirra sem létu lífið fögnuðu dómsniðurstöðunni ákaft í gær en mikil reiði braust út á meðal ættingja og vina hinna dauðadæmdu.

Alls voru 73 handteknir en enn á eftir að kveða upp dóm yfir 52 áhorfanda. Æðstiklerkur í Egyptalandi á eftir að staðfesta dauðadóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×