Innlent

Saka nágranna sinn um nauðgun á tólf ára stúlku

Hamraborgin í Kópavogi.
Hamraborgin í Kópavogi.
Maður á áttræðisaldri er sakaður um að hafa nauðgað 12 ára stúlku í nafnlausum fjöldapósti sem dreift hefur verið í Kópavogi. Maðurinn hefur kært málið til lögreglu en nauðgunin á að hafa átt sér staða fyrir mörgum áratugum.

Fjallað er um málið á Ruv.is þar sem vitnað er í fjöldapóstinn. Í bréfinu segir að maðurinn hafi nauðgað stúlkunni er hann bjó úti á landi. Hann hafi nauðgað henni ítrekað um tveggja til þriggja ára skeið eða allt þar til hún flutti úr þéttbýliskjarnanum. Í bréfinu kemur fram að stúlkan hafi í fyrsta skipti deilt reynslu sinni á liðnu ári.

Ruv.is hefur eftir manninum að hann hafi leitað til lögreglu. Í bréfi hans til nágranna sinna segist hann hafa lagt fram kæru vegna bréfadreifingarinnar auk þess sem hann sver af sér allar sakir.

Fréttastofa Vísis hefur ekki náð tali af fulltrúum lögreglunnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×