Innlent

Fjögur brot gegn börnum kærð til lögreglu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barn þungt hugsi yfir málum.
Barn þungt hugsi yfir málum. Mynd/ Getty.
Þrjú af þeim fimm kynferðisbrotamálum sem lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar voru kærð eftir áramót. Af þessum fimm málum sem eru til rannsóknar snúast fjögur um brot gegn börnum. Fimmta rannsóknin snýr að broti þar sem samkynhneigður karlmaður er grunaður um að hafa brotið gegn sambýlismanni sínum.

Viðar Stefánsson, lögreglufulltrú á Akranesi, segir spurður um málið að það sé óvenjuelgt að svo mörg mál séu til rannsóknar í einu. „En það hefur nú svo sem áður verið svona, að það hafa verið þetta mörg mál í rannsókn í einu. Það hafa verið allt upp í sex til sjö mál í rannsókn í einu en það má segja að þetta sé óvenjulegt," segir Viðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×