Innlent

Skákdagurinn haldinn hátíðlegur

Friðrik Ólafsson
Friðrik Ólafsson
Skákdagurinn til heiðurs stórmeistaranum Friðriki Ólafssyni er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Fjölmörg skákmót, fjöltefli og skákheimsóknir verði af því tilefni í dag.

Skákmót fara fram hjá skákdeildum Fjölnis og KR auk þess sem skáksett verður vígt í Árbæjarlaug í hádeginu. Þá lýkur sýningunni „Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky-40 ár" sem staðið hefur í Þjóðminjasafni Íslands frá því í mars. Deginum lýkur með móti í ofurhraðskák í kvöld.

Frekari upplýsingar um dagskrána í dag má finna á skákfréttavefnum, Skak.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×