Fleiri fréttir

Biðla til þjóðarinnar að mótmæla friðsamlega

Formaður landssamband lögreglumanna biðlar til þjóðarinnar að ætli fólk að mótmæla við setningu Alþingis laugardaginn fyrsta október, geri það það friðsamlega. "Það erum við sem stöndum innan við línurnar og þurfum að verja það sem þar er," segir formaðurinn.

Pútín ætlar í forsetaframboð

Vladimir Pútín ætlar að bjóða sig fram til forseta Rússlands á nýjan leik en Dmitry Medvedev núverandi forseti landsins mun gegna forystuhlutverki fyrir flokk sinn í komandi þingkosningum.

Segir gömlu leiðina ekki lengur færa

Palestínumenn fögnuðu ákaft þegar Mahmoud Abbas hafði lagt fram umsókn um fulla aðild Palestínuríkis að Sameinuðu þjóðunum. Fjöldi fólks hélt út á götur á Vesturbakkanum til að fagna ræðu forseta Palestínustjórnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fögnuður ríkti einnig víða í arabaríkjunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Lögreglumenn afar ósáttir við kjaraúrskurð

Megn óánægja er í stétt lögreglumanna eftir úrskurð gerðardóms í gær. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að laun lögreglumanna skyldu hækka að sama marki og samningar á almennum vinnumarkaði, auk þrettán þúsund króna hækkunar á álagsgreiðslum. Það er talsvert undir kröfum lögreglumanna.

Ekki vitað hvar gervihnötturinn brotlenti

Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA segja gervihnöttinn UARS, sem stefnt hefur á jörðina í nokkurn tíma, hafa brotlent í nótt. Þó er ekki vitað hvenær eða hvar.

Ná samkomulagi um frið fyrir lok árs 2012

Fulltrúar Miðuaustarlandakvartettsins svokallaða, sem er skipaður af Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og Rússlandi, og er leiddur af Tony Blair, lögðu á það áherslu í gær að Ísraelar og Palestínumenn færu aftur að samningaborðinu með sérstaka tímaáætlun með það að markmiði að ná samkomulagi um frið fyrir desember 2012.

Enn finnst listería í graflaxi

Ópal sjávarfang ehf. hefur ákveðið að taka graflax af markaði eftir að listeria monocytogenes greindist yfir viðmiðunarmörkum við lok líftíma vörunnar.

Dópaður undir stýri í Borgarnesi

Karlmaður á þrítugsaldri var stöðvaður í Borgarnesi í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla fann hálft gramm af kannabis í bíl hans og var það gert upptækt.

Hagnaðurinn meiri á Íslandi

Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er meiri en hagnaður fyrirtækja í geiranum í Noregi. Þetta má að einhverjum hluta rekja til fyrirkomulags fiskveiða hér á landi, segir í samantekt norsks sérfræðings.

Katla er framúrskarandi jarðvangur

Náttúra Kötlu hefur verið bætt á lista Sameinuðu þjóðanna yfir framúrskarandi jarðvanga í heiminum. UNESCO, Mennta-, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, barst sextán umsóknir um sæti á listanum og samþykkti níu þeirra. Nú eru 87 staðir í 27 löndum á listanum.

Hægt að spara mikið með skipum úr trefjaplasti

Íslenskar útgerðir gætu sparað stórfé í eldsneytis- og viðhaldskostnað með því að smíða skip sín úr trefjaplasti í stað stáls. Þetta segir Andri Þór Gunnarsson hjá fyrirtækinu Infuse, sem ásamt fyrirtækinu Ausus framleiðir efni í trefjabáta. Fyrirtækin eru meðal þeirra sem kynna hugmyndir sínar á Sjávarútvegssýningunni í Smáranum um þessar mundir.

Skoða brask með gjaldeyri og afleiður

Auk þess að hafa til rannsóknar fimmtíu skattaskjólsmál hefur embætti skattrannsóknarstjóra einnig til rannsóknar mál nokkurra tuga manna sem hagnast hafa á afleiðuviðskiptum og gjaldeyrisbraski hér á landi.

Risaskattaskuldir ógreiddar

Embætti skattrannsóknarstjóra telur að í tveimur af þeim tæplega 50 skattaskjólsmálum, sem eru til rannsóknar, hafi ekki verið greiddur skattur af milljörðum króna. Gunnar Thorberg, forstöðumaður rannsóknasviðs Skattrannsóknarstjóra, segir mismunandi hvernig skattleggja á vegna skattaskjólsmálanna.

Kviðdómur valinn í málinu gegn lækni Michaels

Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Conrad Murray, sem var læknir poppkóngsins Michaels Jackson, valdi í dag kviðdómendur. Tvö ár voru liðin í júní síðastliðnum frá því að Jackson dó. Murray var svo ákærður fyrir manndráp af gáleysi í febrúar í fyrra en hann er grunaður um að hafa gefið Jackson ofskammt af svefnlyfjum.

Moore hvetur fólk til að sniðganga Georgíu

Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore hvetur til þess að viðskiptatengslum við Georgíufylki í Bandaríkjunum verði slitið. Tilgangurinn yrði að mótmæla aftökunni á Troy Davis frá Savannah fyrr í vikunni. Davis var, sem kunnugt er dæmdur, fyrir um tuttugu árum síðan, en mikill vafi lék á sekt hans.

Páfinn hitti þolendur kynferðisofbeldis

Benedikt XVI páfi hitti þolendur kynferðisbrota af hálfu presta í Þýskalandi í dag og sýndi þeim samhug sinn, segir í tilkynningu frá Vatíkaninu. Samkvæmt frásögn AP fréttastofunnar stóð fundur páfa með fimm þolendum yfir í einn og hálfan klukkutíma.

Unnið að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnti í morgun í ríkisstjórn samstarf sem hafið er við bæjarstjórn Vesturbyggðar um að vinna að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands. Svæðið hefur frá upphafi náttúruverndaráætlunar verið tilgreint sem eitt af þeim svæðum sem mikilvægt er að vernda sem friðland eða þjóðgarð.

Fyrrverandi ritstjóri stefnir News Corp

Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World, hefur stefnt News Corp útgáfufélaginu, sem gaf blaðið út, fyrir að hafa hætt að greiða lögfræðikostnað hans. Coulson var handtekinn í júlí síðastliðnum grunaður um aðild að spillingu og símhlerunum. Hann var látinn laus gegn greiðslu tryggingargjalds. Coulson starfaði við almannatengsl hjá David Cameron, eftir að hann lét af starfi ritstjóra, en sagði upp því starfi í janúar vegna hlerunarmálsins.

Björg er nýr formaður Persónuverndar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Björgu Thorarensen, lagaprófessor við lagadeild Háskóla Íslands, nýjan formann stjórnar Persónuverndar. Björg verður annar formaður stjórnarinnar og tekur við af Páli Hreinssyni, hæstaréttardómara, en hann hefur tekið við starfi dómara hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. Páll hefur setið sem formaður stjórnar Persónuverndar frá upphafi eða árinu 2000. Páll var áður formaður tölvunefndar frá árinu 1999.

Samtölum Breiviks við geðlækna lokið

Eftir ellefu ítarleg viðtöl við Anders Behring Breivik er samtölum réttargeðlækna við hann nú lokið. Geir Lippestad, verjandi hans segir samtölin hafa tekið mun lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Breivik hefur játað ábyrgð á hryðjuverkunum í Útey.

Minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey

Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey og í Osló þann 22. júlí síðastliðinn þegar landsþing Ungra jafnaðarmanna var sett í dag. Fórnarlömbin voru flest úr AUF, sem eru systursamtök Ungra jafnaðarmanna.

Hefur heimsótt Ísland 25 sinnum á fjórum árum

Breskur ferðamaður sem hefur heimsótt Ísland tuttugu og fimm sinnum á síðustu fjórum árum varar Íslendinga við því að ráðast í of miklar framkvæmdir á hálendinu. Hann er nú mættur hingað til lands, ásamt fjölskyldu og vinum. Höskuldur Kári Schram hitti á þennan íslandsvin.

Ungur drengur sat fastur í tré

Ungur drengur lenti í vandræðum nýlega þegar hann klifraði upp í tré á leiksvæði við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ferðin upp gekk vel en þegar halda átti aftur niður á jörðina vandaðist málið. Stráksi sat því fastur í trénu og þurfti að kalla til lögreglu og slökkvilið. Körfubíll var notaður til að ná drengnum niður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gekk það fljótt fyrir sig og ofurhuganum varð ekki meint af.

Þungt hljóð í lögreglumönnum

"Hljóðið í okkur er þung, mjög þungt," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en gerðardómur kvað upp dóm sinn í kjaradeilu lögreglumanna við ríkið í dag.

Abbas óskaði eftir aðild að Sameinuðu þjóðunum

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, óskaði formlega eftir því að Palestina fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Abbas var ákaft fagnað þegar að hann tilkynnti í ræðu á þinginu að hann hefði afhent Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, umsóknina.

Fjöldi skjálfta við Hellisheiðavirkjun

Fjöldi skjálfta hefur mælst við Hellisheiðarvirkjun eftir hádegi í dag. Stærsti skjálftinn að stærð 3,4 varð klukkan 15:22. Hann fannst vel í Hveragerði, Mosfellsbæ og víðar. Eftir því sem Vísir kemst næst er ástæða skjálftanna sú að Orkuveita Reykjavíkur hefur verið að dæla niður vatni í nýja borholu á svæðinu.

20 árekstrar á höfuðborgarsvæðinu í dag

Hátt í tuttugu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag samkvæmt upplýsingum frá árekstur.is. Þannig varð þriggja bíla árekstur í morgun á Kringlumýrabrautinni. Einn bíll var óökufær eftir óhappið.

Niðurstöður kynntar fyrir lögreglumönnum

Niðurstaða gerðadóms hefur verið kynnt forsvarsmönnum Landssamband lögreglumanna. Hátt í hundrað lögreglumenn voru fyrir utan gerðadóm þegar niðurstaðan var kynnt.

Lögreglumenn sitja um gerðadóm

Tugi lögreglumanna eru fyrir utan húsnæði gerðadóms þar sem niðurstöður dómsins verður kynntur fyrir fulltrúum Landssambands lögreglumanna og fulltrúum ríkisins vegna kjarabaráttu lögreglumanna.

Fjármálaheimurinn berst í bökkum - trúa ekki G20 hópnum

Fjármálamarkaðir í Evrópu eru enn í uppnámi þrátt fyrir yfirlýsingu G20 hópsins svokallaða, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims. Hópurinn brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins.

Er með meðvitund og verður útskrifaður af gjörgæslu í dag

Líðan mannsins sem var stunginn nokkrum sinnum í kvið og handlegg í Kópavogi síðdegis í gær er stöðug. Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæslu Landspítalans verður hann útskrifaður af gjörgæslu og sendur á almenna deild síðar í dag. Maðurinn er með fulla meðvitund.

Stálu bíl og fóru í ferðalag

Tveir ungir menn stálu bíl í Kópavogi í gærmorgun. Í framhaldinu fóru þeir á bensínstöð, stálu þar eldsneyti og lögðu svo upp í langferð sem lauk á Norðurlandi nokkrum klukkutímum síðar.

Varðskipið Þór afhent í dag

Varðskipið Þór verður í dag afhent Landhelgisgæslunni við hátíðlega athöfn í Chile. Skipið leggur úr höfn á þriðjudag og kemur til landsins eftir rúman mánuð en áhöfnin áætlar að nýta siglingartímann til að læra á búnaðinn um borð.

Gervihnötturinn brotlendir líklegast á miðnætti

Gervihnötturinn sem nú stefnir á jörðina mun að öllum líkindum brotlenda á miðnætti í nótt. Sérfræðingar NASA geta á þessari stundu ekki sagt til um hvar mun falla til jarðar.

Kviknaði í potti á eldavél

Slökkviliðið átti ekki í miklum vandræðum með að ráða niðurlögum elds sem tilkynnt var um í Skipasundi nú rétt fyrir klukkan eitt. Eldurinn hafði kviknað í potti sem skilinn hafði verið eftir á eldavél og náði eldurinn ekki að breiðast út um íbúðina.

Saleh snýr aftur og vill vopnahlé

Forseti Jemens, sem snéri óvænt aftur til heimalands síns í morgun, vill koma á vopnahléi á milli mótmælenda og hersins. Saleh hefur síðustu þrjá mánuði verið í Sádí Arabíu að ná sér eftir að reynt var að ráða hann af dögum með eldflaugaárás. Saleh, sem verið hefur við völd í þrjátíu ár hefur, mætt mikilli mótmælaöldu í landinu síðustu mánuði. Upp á síðkastið hafa átök mótmælenda og stjórnarhermanna færst mikið í vöxt og er talið að um áttatíu manns hafi fallið frá því á sunnudag. Heimildir BBC herma að hinir látnu hafi flestir verið óvopnaðir mótmælendur.

Eldur í kjallara í Skipasundi

Slökkviliðið er nú á leið í Skipasund 1 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í kjallara. Tveir bílar eru á leið á staðinn. Ekki er ljóst hvort um mikinn eld sé að ræða á þessari stundu.

Efnavopn finnast í Líbíu

Uppreisnarmenn í Líbíu segjast hafa fundið birgðir efnavopna í eyðimörkinni sem Múammar Gaddafí fyrrverandi leiðtogi landsins hafi komið sér upp. Talið var að Líbíumenn hefðu eytt efnavopnabirgðum sínum árið 2004 en það var hluti af samningi sem Bretar gerðu við landið með það að markmiði að laga samskipti Líbíu og vesturlanda. Eftirlitsstofnanir hafa þó haldið því fram að Líbíumenn hafi haldið eftir tæpum tíu tonnum af sinnepsgasi og þær birgðir virðast nú vera komnar í ljós.

Abbas sækir um aðild fyrir Palestínu í dag

Forseti Palestínumanna mun í dag sækja um fulla aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum. Mahmoud Abbas ætlar að sækja um aðildina með því að senda formlegt bréf til Ban Ki Moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna stuttu áður en hann heldur ræðu á Allsherjarþinginu sem nú stendur yfir.

Sjá næstu 50 fréttir