Innlent

Ungur drengur sat fastur í tré

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Litlir strákar ættu að passa sig nærri trjám.
Litlir strákar ættu að passa sig nærri trjám. Mynd/ Getty.
Ungur drengur lenti í vandræðum nýlega þegar hann klifraði upp í tré á leiksvæði við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ferðin upp gekk vel en þegar halda átti aftur niður á jörðina vandaðist málið. Stráksi sat því fastur í trénu og þurfti að kalla til lögreglu og slökkvilið. Körfubíll var notaður til að ná drengnum niður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gekk það fljótt fyrir sig og ofurhuganum varð ekki meint af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×