Innlent

Rennihurð frá IKEA innkölluð - viðskiptavinur skar sig

IKEA
IKEA
IKEA biður viðskiptavini sem eiga ELGÅ skáp með FENSTAD rennihurð með spegli frá framleiðanda nr. 12650 að hafa samband við þjónustuver verslunarinnar til þess að fá nýja hurð.

Borist hafa tilkynningar um að spegillinn frá framleiðanda með ofangreindu númeri geti losnað af hurðinni og brotnað. Vitað er um eitt tilvik þar sem viðskiptavinur skar sig.

Númer framleiðandans er prentað neðst á bakhlið hurðarinnar, á sama stað og stendur „Made in Sweden“. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×