Innlent

Úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir að stinga karlmann á sjötugsaldri

Gæsluvarðhaldsklefi.
Gæsluvarðhaldsklefi.
Kona á sextugsaldri hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 30. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Konan var handtekin í íbúð í Kópavogi síðdegis í gær en grunur leikur á að hún hafi stungið karl á sjötugsaldri með hnífi.

Hann var einnig í íbúðinni þegar lögreglan kom á vettvang en á manninum voru nokkur stungusár. Maðurinn var fluttur á slysadeild en konan færð á lögreglustöð. Hún var í annarlegu ástandi.

Maðurinn var útskrifaður af gjörgæslu í dag samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×