Innlent

Minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna.
Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna.
Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey og í Osló þann 22. júlí síðastliðinn þegar landsþing Ungra jafnaðarmanna var sett í dag. Fórnarlömbin voru flest úr AUF, sem eru systursamtök Ungra jafnaðarmanna. 

„Hugmyndafræði öfga þjóðernishyggju og öfga hægri stefnu hefur á síðustu árum verið að sækja í sig veðrið, skaði slíkrar stefnu á samfélagið er öllum þeim sem vilja sjá - augljós.   Því er barátta okkar gegn fordómum og hatrinu nauðsynleg,“ sagði Guðrún Jóna.

Guðrún Jóna sagði að mikilvægt væri að gera sér grein fyrir þessu og sýna gott fordæmi og rísa upp í hvert skipti sem þessi mál ber á góma. Sama gegn hvaða einstaklingum eða hópum hún beinist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×