Erlent

Saleh snýr aftur og vill vopnahlé

Mótmælendur hafa í marga mánuði krafist afsagnar forsetans.
Mótmælendur hafa í marga mánuði krafist afsagnar forsetans.
Forseti Jemens, sem snéri óvænt aftur til heimalands síns í morgun, vill koma á vopnahléi á milli mótmælenda og hersins. Saleh hefur síðustu þrjá mánuði verið í Sádí Arabíu að ná sér eftir að reynt var að ráða hann af dögum með eldflaugaárás. Saleh, sem verið hefur við völd í þrjátíu ár hefur, mætt mikilli mótmælaöldu í landinu síðustu mánuði. Upp á síðkastið hafa átök mótmælenda og stjórnarhermanna færst mikið í vöxt og er talið að um áttatíu manns hafi fallið frá því á sunnudag. Heimildir BBC herma að hinir látnu hafi flestir verið óvopnaðir mótmælendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×