Erlent

Kviðdómur valinn í málinu gegn lækni Michaels

Jón Hákon Halldórsson skrifar
MJ dó fyrir tveimur árum.
MJ dó fyrir tveimur árum. Mynd/ afp.
Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Conrad Murray, sem var læknir poppkóngsins Michaels Jackson, valdi í dag kviðdómendur. Tvö ár voru liðin í júní síðastliðnum frá því að Jackson dó. Murray var svo ákærður fyrir manndráp af gáleysi í febrúar í fyrra en hann er grunaður um að hafa gefið Jackson ofskammt af svefnlyfjum.

Lögmenn Murrays segja hins vegar að Jackson kunni sjálfur að hafa tekið inn þennan lyfjaskammt. Murray hafi ekki gefið honum neitt. Um þetta verður tekist á í réttarhöldunum sem gert er ráð fyrir að hefjist á þriðjudaginn.

Í kviðdómi eru sjö karlmenn og fimm konur, sem voru valin eftir viðtöl hjá dómara. Hlutverk þeirra verður að skera úr um hvort læknirinn er sekur eða sýkn saka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×