Erlent

Abbas óskaði eftir aðild að Sameinuðu þjóðunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, óskaði formlega eftir því að Palestina fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Abbas var ákaft fagnað þegar að hann tilkynnti í ræðu á þinginu að hann hefði afhent Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, umsóknina.

En ekki eru allir jafn hrifnir af þessari umleitan Abbas því Sky fréttastofan segir að búist sé við því að Bandaríkjamenn muni leggjast gegn því að Palestína fái aðild að Sameinuðu þjóðunum og muni beita neitunarvaldi á vettvangi Öryggisráðsins, þurfi þeir þess með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×