Innlent

Er með meðvitund og verður útskrifaður af gjörgæslu í dag

MYND/GVA
Líðan mannsins sem var stunginn nokkrum sinnum í kvið og handlegg í Kópavogi síðdegis í gær er stöðug. Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæslu Landspítalans verður hann útskrifaður af gjörgæslu og sendur á almenna deild síðar í dag. Maðurinn er með fulla meðvitund.




Tengdar fréttir

Stakk sambýlismann sinn í Kópavogi

Karlmaður var stunginn með hnífi í Kópavogi um klukkan fimm síðdegis í gær. Sambýliskona mannsins var handtekin grunuð um verknaðinn. Maðurinn var stunginn nokkrum sinnum í kvið og í hendi. Hann var fluttur á sjúkrahús alvarlega slasaður en mun þó ekki vera í lífshættu að því er lögregla segir. Fólkið er á sextugsaldri. Konan er enn í haldi lögreglu og hefur ekki verið yfirheyrð enn sökum ástands, eins og lögreglan orðar það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×