Erlent

Efnavopn finnast í Líbíu

Mynd/AP
Uppreisnarmenn í Líbíu segjast hafa fundið birgðir efnavopna í eyðimörkinni sem Múammar Gaddafí fyrrverandi leiðtogi landsins hafi komið sér upp. Talið var að Líbíumenn hefðu eytt efnavopnabirgðum sínum árið 2004 en það var hluti af samningi sem Bretar gerðu við landið með það að markmiði að laga samskipti Líbíu og vesturlanda. Eftirlitsstofnanir hafa þó haldið því fram að Líbíumenn hafi haldið eftir tæpum tíu tonnum af sinnepsgasi og þær birgðir virðast nú vera komnar í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×