Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júlí 2025 09:01 Þessi meinti aðdragandi manndrápsins varð á Klambratúni daginn áður en greint var frá andlátinu. Vísir/Vilhelm Ásgeir Kári Linduson telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda manndráps sem varð í íbúðarhúsi í Breiðholti í október síðastliðunum. Sama dag og drápið var framið varð hann vitni að því þegar maður hótaði að myrða konu, sem Ásgeir taldi móður mannsins. Daginn eftir las hann um að maður væri í gæsluvarðhaldi grunaður um að verða móður sinni að bana. Í lok síðustu viku var hinn fertugi Ymur Art Runólfsson sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í umræddu máli með því að stinga hana með hnífi að minnsta kosti 22 sinnum á heimili hennar í Breiðholti. Ymur var metinn sakhæfur, en ekki gerð refsing og þess í stað látinn sæta öryggisvistun. Sagði konuna hafa komið sér fyrir í fangelsi Atvik málsins áttu sér stað um miðnætti milli 23. og 24. október. Fyrri dagsetninguna hafði Ásgeir verið í göngutúr með fjölskyldu sinni um Klambratún í Reykjavík og orðið vitni að því sem hann telur vera aðdraganda andlátsins. „Ég var að labba með kærustunni minni og börnunum okkar á Klambratúni þegar við heyrðum í einhverjum ótrúlega reiðum manni. Við kíktum og sáum fullorðna konu sem sat á bekk og það stóð maður yfir henni og öskraði reiðilega á hana. Hann talaði um að hann væri nýsloppinn úr fangelsi og að hún hafi komið honum fyrir þar. Hann sagðist ætla að myrða hana,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Þegar Ymur varð móður sinni að bana var hann nýbúinn að ljúka afplánun í fangelsi. Hann hafði tveimur árum áður hlotið tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, meðal annars vegna alvarlegrar árásar í garð móðurinnar. Hann afplánaði allan dóminn. Þess má einnig geta að árið 2006 var hann sýknaður af ákæru fyrir að stinga föður sinn í bakið vegna ósakhæfis. Las um andlátið daginn eftir Ásgeir segist hafa hringt á lögregluna þegar hann gekk fram á manninn og konuna í Klambratúni. „Við stoppuðum. Ég tók upp símann og hringdi á lögregluna og sagði þeim frá því að maður sem væri nýsloppinn úr fangelsi, væri að hóta að myrða konu, sem virtist vera móðir hans. Ég útskýrði það fyrir þeim og þeir sögðust ætla að senda bíl,“ segir Ásgeir. „Við stóðum þarna í korter. Svo kom konan sér í burtu, og hann hvarf líka. Þannig við ákváðum að fara líka, við vorum þarna með börnin okkar.“ Daginn eftir hafi þau svo lesið frétt um það í fjölmiðlum að andlát konu á sjötugsaldri væri til rannsóknar og að sonur hennar væri komin í gæsluvarðhald. Í kjölfarið bárust fréttir af því að sakborningurinn hefði verið nýsloppinn úr fangelsi vegna ofbeldis í garð móður sinnar, og svo var upplýst um nafn hans í fjölmiðlum: Ymur Art Runólfsson. Þá hafi Ásgeir flett þeim upp og séð að þarna væri um að ræða sama fólk og hann sá við Klambratúnið. „Ég er alveg viss um að þetta sé þetta sama mál. Og mér finnst svo súrt að lögreglan hafi ekki mætt,“ segir Ásgeir. „Þarna er maður í annarlegu ástandi og geðveilu sem er nýsloppinn úr fangelsi, og lögreglan er með tilkynningu um að hann segist ætla að myrða móður sína, og hann fer og myrðir móður sína. Mér finnst mjög skrýtin forgangsröðun að það sé ekki í forgangi.“ Banaði móður sinni í Breiðholti Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Í lok síðustu viku var hinn fertugi Ymur Art Runólfsson sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í umræddu máli með því að stinga hana með hnífi að minnsta kosti 22 sinnum á heimili hennar í Breiðholti. Ymur var metinn sakhæfur, en ekki gerð refsing og þess í stað látinn sæta öryggisvistun. Sagði konuna hafa komið sér fyrir í fangelsi Atvik málsins áttu sér stað um miðnætti milli 23. og 24. október. Fyrri dagsetninguna hafði Ásgeir verið í göngutúr með fjölskyldu sinni um Klambratún í Reykjavík og orðið vitni að því sem hann telur vera aðdraganda andlátsins. „Ég var að labba með kærustunni minni og börnunum okkar á Klambratúni þegar við heyrðum í einhverjum ótrúlega reiðum manni. Við kíktum og sáum fullorðna konu sem sat á bekk og það stóð maður yfir henni og öskraði reiðilega á hana. Hann talaði um að hann væri nýsloppinn úr fangelsi og að hún hafi komið honum fyrir þar. Hann sagðist ætla að myrða hana,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Þegar Ymur varð móður sinni að bana var hann nýbúinn að ljúka afplánun í fangelsi. Hann hafði tveimur árum áður hlotið tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, meðal annars vegna alvarlegrar árásar í garð móðurinnar. Hann afplánaði allan dóminn. Þess má einnig geta að árið 2006 var hann sýknaður af ákæru fyrir að stinga föður sinn í bakið vegna ósakhæfis. Las um andlátið daginn eftir Ásgeir segist hafa hringt á lögregluna þegar hann gekk fram á manninn og konuna í Klambratúni. „Við stoppuðum. Ég tók upp símann og hringdi á lögregluna og sagði þeim frá því að maður sem væri nýsloppinn úr fangelsi, væri að hóta að myrða konu, sem virtist vera móðir hans. Ég útskýrði það fyrir þeim og þeir sögðust ætla að senda bíl,“ segir Ásgeir. „Við stóðum þarna í korter. Svo kom konan sér í burtu, og hann hvarf líka. Þannig við ákváðum að fara líka, við vorum þarna með börnin okkar.“ Daginn eftir hafi þau svo lesið frétt um það í fjölmiðlum að andlát konu á sjötugsaldri væri til rannsóknar og að sonur hennar væri komin í gæsluvarðhald. Í kjölfarið bárust fréttir af því að sakborningurinn hefði verið nýsloppinn úr fangelsi vegna ofbeldis í garð móður sinnar, og svo var upplýst um nafn hans í fjölmiðlum: Ymur Art Runólfsson. Þá hafi Ásgeir flett þeim upp og séð að þarna væri um að ræða sama fólk og hann sá við Klambratúnið. „Ég er alveg viss um að þetta sé þetta sama mál. Og mér finnst svo súrt að lögreglan hafi ekki mætt,“ segir Ásgeir. „Þarna er maður í annarlegu ástandi og geðveilu sem er nýsloppinn úr fangelsi, og lögreglan er með tilkynningu um að hann segist ætla að myrða móður sína, og hann fer og myrðir móður sína. Mér finnst mjög skrýtin forgangsröðun að það sé ekki í forgangi.“
Banaði móður sinni í Breiðholti Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum