Innlent

Stálu bíl og fóru í ferðalag

Tveir ungir menn stálu bíl í Kópavogi í gærmorgun. Í framhaldinu fóru þeir á bensínstöð, stálu þar eldsneyti og lögðu svo upp í langferð sem lauk á Norðurlandi nokkrum klukkutímum síðar.

Þar voru þeir handteknir og sendir aftur í bæinn en þeirra beið vist í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.

Alls voru fimm ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Þetta voru fjórar konur á aldrinum 22-49 ára og einn karl, 21 árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×