Innlent

Dópaður undir stýri í Borgarnesi

mynd tengist frétt ekki beint
mynd tengist frétt ekki beint mynd/hg
Karlmaður á þrítugsaldri var stöðvaður í Borgarnesi í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla fann hálft gramm af kannabis í bíl hans og var það gert upptækt.

Þá var mikið um hraðakstur í bænum í gærdag en fimm ökumenn voru stöðvaðir á Vesturlandsvegi.

Sá sem ók hraðast mældist á 132 km hraða. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá þeim lögregluembættum sem fréttastofa hafði samband við í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×