Innlent

Lögreglumenn afar ósáttir við kjaraúrskurð

Um 200 lögreglumenn komu saman fyrir utan húsnæði Ríkissáttasemjara í gær til að sýna samstöðu stéttarinnar. Megn óánægja er meðal lögreglumanna með niðurstöðu dómsins. Fréttablaðið/Daníel
Um 200 lögreglumenn komu saman fyrir utan húsnæði Ríkissáttasemjara í gær til að sýna samstöðu stéttarinnar. Megn óánægja er meðal lögreglumanna með niðurstöðu dómsins. Fréttablaðið/Daníel
Snorri Magnússon
Megn óánægja er í stétt lögreglumanna eftir úrskurð gerðardóms í gær. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að laun lögreglumanna skyldu hækka að sama marki og samningar á almennum vinnumarkaði, auk þrettán þúsund króna hækkunar á álagsgreiðslum. Það er talsvert undir kröfum lögreglumanna.

Úrskurður gerðardóms er endanleg niðurstaða í málinu og gildir ný launatafla til vors 2014.

„Við erum engan veginn sátt,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Fréttablaðið.

„Við teljum okkur hafa átt meira inni. Það er meira að segja viðurkennt að hluta til í dómsorðinu að launin okkar hafa dregist aftur úr.“

Grunnlaun lögreglumanna eftir nám í Lögregluskólanum voru rúmlega 211 þúsund á mánuði, en kröfur þeirra hljóðuðu upp á 325 þúsund.

„211 þúsund á mánuði, eftir skatta eru rétt yfir atvinnuleysisbótum. Þessi hækkun núna er ekki meiri en svo að nú um næstu mánaðamót sýnist mér að meginþorri stéttarinnar muni fá þessa lágmarks krónutöluhækkun upp á tólf þúsund. Það sýnir bara hversu arfaslök launin eru.“

Snorri segir að útlit sé fyrir flótta úr stéttinni þegar tekur að ára betur í þjóðfélaginu, en forvígismenn lögreglumanna munu funda um ástandið og næstu skref á þriðjudag.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×