Innlent

Unnið að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Látrabjarg er án efa einn fallegasti staður á Íslandi.
Látrabjarg er án efa einn fallegasti staður á Íslandi. Mynd/ Sigurður Bogi.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnti í morgun í ríkisstjórn samstarf sem hafið er við bæjarstjórn Vesturbyggðar um að vinna að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands. Svæðið hefur frá upphafi náttúruverndaráætlunar verið tilgreint sem eitt af þeim svæðum sem mikilvægt er að vernda sem friðland eða þjóðgarð.

Umhverfisráðherra mun heimsækja svæðið dagana 26. og 27. september til skrafs og ráðgerða við landeigendur og annað áhugafólk um framhaldið. Samkvæmt upplýsingum á vef umhverfisráðuneytisins mun ráðherra funda með heimamönnum á alls fimm stöðum: Hvallátrum, Breiðavík, Hnjóti, Patreksfirði og Rauðasandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×