Erlent

Gervihnötturinn brotlendir líklegast á miðnætti

Litlar líkur eru á því að brakið úr hnettinum lendi á fólki.
Litlar líkur eru á því að brakið úr hnettinum lendi á fólki.
Gervihnötturinn sem nú stefnir á jörðina mun að öllum líkindum brotlenda á miðnætti í nótt. Sérfræðingar NASA geta á þessari stundu ekki sagt til um hvar mun falla til jarðar.

Hnötturinn, sem nefnist UARS, er sex tonn að þyngd og var skotið út í geiminn árið 1991, en tilgangur hans var að fylgjast með ósonlagi jarðar og veðrabreytingum. Vísindamenn hafa fylgst náið með falli hnattarins, sem fellur til jarðar mun fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki er ljóst hvar hann mun lenda, en líklegast verður það á norðurhveli jarðar á miðnætti að íslenskum tíma, en tímanum getur þó skeikað um nokkrar klukkustundir. NASA, bandaríska geimvísindastofnunin, segist geta sagt til um brotlendingarstaðinn, en þó einungis með tveggja tíma fyrirvara og verður spá þeirra mjög ónákvæm.

Samkvæmt útreikningum vísindamanna eru líkurnar á að hnötturinn lendi á byggð eða ógni lífi með öðrum hætti einn á móti þrjú þúsund og tvö hundruð, sem eru talsvert meiri líkur en NASA vildi sjá; eða einn á móti tíu þúsund. Gervihnötturinn verður einn sá stærsti sem hefur fallið til jarðar en sá allra stærsti féll til jarðar árið 1979 og var fimmtán sinnum þyngri. Þess má geta að enginn hefur nokkurntímann slasast eða látið lífið af slíkri brotlendingu svo vitað sé.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×