Fleiri fréttir Vinningshafinn í Víkingalottóinu fundinn Glaðbeittur maður á besta aldri af höfuðborgarsvæðinu kom í morgun á skrifstofu Íslenskrar getspár og framvísaði vinningsmiða úr Víkingalottóinu í síðustu viku. Lýst hefur verið eftir manninum frá því á miðvikudag enda ekki um neinn smávinning að ræða, heldur rúmar fimmtíu milljónir íslenskra króna. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að maðurinn eigi börn og barnabörn og sjái nú fram á að geta aðstoðað sitt fólk í lífsbaráttunni. Miðinn var keypur í söluturninum Jolla í Hafnarfirði. Aðeins var um eina röð að ræða sem kostaði fimmtíu krónur. Þær hafa nú skilað sér margfalt til baka. 23.9.2011 09:50 Eggert borgaði umboðsmanni 160 milljónir þegar Lucas Neill var keyptur Fyrrverandi umboðsmaður knattspyrnumanna, Peter Harrison, fer hörðum orðum um peningasukkið í enska fótboltanum í Daily Mail í morgun. Eggert Magnússon, þáverandi stjórnarformaður West Ham, borgaði Harrison rúmlega 160 milljónir króna í þóknun þegar Lucas Neill var keyptur til West Ham í janúar 2007. 23.9.2011 09:09 Skjálfti í Kötlu Jarðskjálfti reið yfir í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Veðurstofan hefur reiknað út styrk skjálftans og var hann 2,89 stig. Engir aðrir skjálftar hafa mælst í kjölfarið og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunnni er ekkert sem bendir til að skjálftinn sé vísbending um frekari tíðindi. Skjálftinn varð í öskju Kötlu og mælist á fimm kílómetra dýpi. 23.9.2011 08:14 Sundabraut sett á ís í minnst hálfan áratug Framkvæmdum við Sundabraut verður slegið á frest, að minnsta kosti næstu fimm árin. Þess í stað mun ríkisstjórnin setja einn milljarð á ári næstu tíu árin í tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest, á fyrri hluta tilraunaverkefnisins. 23.9.2011 07:30 Kirkjuráð vill fresta framkvæmdum við Skálholt Framkvæmdir Kirkjuráð hefur farið fram á að framkvæmdir við svonefnda Þorláksbúð við Skálholtskirkju verði stöðvaðar tímabundið. Samtök áhugamanna um uppbyggingu Þorláksbúðar hafa unnið að gerð búðarinnar á tóftum eldri byggingar og var farið að hilla undir verklok. 23.9.2011 07:00 Stakk sambýlismann sinn í Kópavogi Karlmaður var stunginn með hnífi í Kópavogi um klukkan fimm síðdegis í gær. Sambýliskona mannsins var handtekin grunuð um verknaðinn. Maðurinn var stunginn nokkrum sinnum í kvið og í hendi. Hann var fluttur á sjúkrahús alvarlega slasaður en mun þó ekki vera í lífshættu að því er lögregla segir. Fólkið er á sextugsaldri. Konan er enn í haldi lögreglu og hefur ekki verið yfirheyrð enn sökum ástands, eins og lögreglan orðar það. 23.9.2011 06:48 Tími kominn á skipaflotann „Þetta eru stærstu skipin sem við getum látið smíða fyrir okkur miðað við þær hafnir sem við erum að fara inn á á suðurleið okkar. Við erum ekki aðeins að bæta um sautján prósentum við flutningsgetuna heldur erum við einnig að setja í skipin fleiri tengingar fyrir frystigáma,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. 23.9.2011 06:30 Níu kannabisræktendur ákærðir Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært níu kannabisræktendur. Ákærurnar, sjö talsins, voru allar þingfestar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Sama dag voru fimm sakborninganna dæmdir. Þeir hlutu allt frá skilorðsbundinni refsingu upp í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hinir fjórir bíða dóms. 23.9.2011 06:00 Seguljárn á hafsbotni dregur til sín Ástrala Félagið Soley Minerals vill leyfi frá Orkustofnun til að kanna hvort vinna megi seguljárn og fleiri málma af hafsbotni við Suðurland og í Héraðsflóa. Soley Minerals er dótturfélag ástralska námuvinnslufélagins Thielorr Sarl. 23.9.2011 05:00 Tíu milljarðar settir í almenningssamgöngur Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að setja einn milljarð króna árlega í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Litið er á verkefnið sem kjarabót, þar sem samgöngur eru nú næststærsti útgjaldaliður heimila, næst á eftir húsnæði og hærri en matarinnkaup. 23.9.2011 04:30 Sigurvegarinn fær forsíðuna Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins hefst í dag og er þemað „Fólk að hausti“. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins laugardaginn 1. október næstkomandi. Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru leikhúsmiðar fyrir sex í Borgarleikhúsið. Verðlaun fyrir annað og þriðja sætið eru leikhúsmiðar fyrir tvo í Borgarleikhúsið. 23.9.2011 04:00 Ákært fyrir vanrækslu sauðfjár Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært ábúanda á Stórhóli í Djúpavogshreppi fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald með því að vanrækja að tryggja góðan aðbúnað, meðferð og fóðrun sauðfjár á ofangreindum bæ. 23.9.2011 03:15 Afstæðiskenning Einsteins í hættu Vísindamenn telja sig hafa fundið efni sem fer hraðar en ljósið. Sé uppgötvunin rétt, er afstæðiskenning Alberts Einstein þar með fallin. 22.9.2011 23:38 Samkeppnisstaða fjármálafyrirtækja skert með nýjum bankaskatti Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. 22.9.2011 21:38 Sutherland og Glover leiða saman hesta sína Stórleikarinn Kiefer Sutherland mun bráðlega sjást á ný í sjónvarpi í þáttum sem hafa fengið nafnið Touch. Eins og mörgum er kunnugt um sló Kiefer Sutherland rækilega í gegn í þáttunum 24 eftir að leikaraferill hans hafði verið í lægð um nokkra ára skeið. Lítið hefur spurst til leikarans frá því að sýningu á 24 lauk í fyrrai, þangað til að Fox sjónvarpsstöðin tilkynnti í gær að von væri á þáttunum í sýningu á sjónvarpsstöðinni. 22.9.2011 23:08 Milljónatjón fyrir fornleifafræðinga Fornleifafræðingar sem vinna við uppgröft á Landspítalalóðinni við Hringbraut urðu fyrir miklum skakkaföllum í fyrrinótt þegar tækjabúnaði, að verðmæti margra milljóna króna, var stolið úr vinnuaðstöðu þeirra. 22.9.2011 21:01 Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22.9.2011 20:02 Gæslan fær Þór á morgun Varðskipið Þór verður afhent Landhelgisgæslunni við hátíðlega athöfn í Asmar skipasmíðastöð skipasmíðastöð sjóhersins í Chile á morgun. 22.9.2011 19:57 Nokkrir voru ósyndir Nokkrir af þeim sem varðskipið Ægir bjargaði úr ofhlöðnum báti á sjó milli Marokkó og Spánar lentu í sjónum og virtust vera ósyndir. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni lak mjög hratt úr bátnum þeirra en skamman tíma tók að setja út Springer léttbát varðskipsins og var björgunarvestum kastað til fólksins. Einnig voru tveir gúmmíbjörgunarbátar sjósettir. 22.9.2011 18:35 Þroskaþjálfar styðja félagsráðgjafa í kjarabaráttu Þroskaþjálfar lýsa yfir fullum stuðningi við félagsráðgjafa í kröfum þeirra um bætt kjör og að fá leiðréttingu launa sinna. Í ályktun frá Þroskaþjálfafélagi Íslands segir að félagsráðgjafar sinni mikilvægu starfi af metnaði og dugnaði. Mikil fagleg uppbygging hafi átt sér stað á liðnum árum og oft á tíðum við erfiðar aðstæður eftir bankahrunið. 22.9.2011 18:14 Bandaríkjamenn gengu út af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Fulltrúar Bandaríkjanna, Frakklands og fleiri vestrænna ríkja gengu af fundi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag eftir að forseti Íran réðst að Ísraelum í ræðu sinni á þinginu og kallaði hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 „ráðgátu" 22.9.2011 18:09 Áfrýjar DV-máli til Hæstaréttar Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir ætlar að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir DV til Hæstaréttar. Heiðar Már höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla sem féllu um hann í blaðinu í október á síðasta ári. Í blaðinu var meðal annars fullyrt að Heiðar Már hefði tekið stöðu gegn krónunni. 22.9.2011 17:38 Sló mann fjórum sinnum í andlitið með slökkvitæki Hæstiréttur Íslands hefur staðfest átta mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem sló annan mann að minnsta kosti fjórum höggum í andlitið með slökkvitæki. Hæstiréttur lækkaði greiðslu á miskabótum til mannsins um 250 þúsund krónur en héraðsdómur hafði áður dæmt manninn til að greiða fórnarlambi sínu 500 þúsund í bætur. 22.9.2011 16:53 Pútin vill kynnast Kjarval Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin, bauð forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni að sækja ráðstefnu um norðurleiðina og önnur málefni Norðurslóða. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar er hvernig bráðnun hafíss kallar á nýja skipan og ábyrga stefnumótun. 22.9.2011 16:39 Áhöfn Ægis bjargaði 63 flóttamönnum úr sökkvandi báti Ægir, varðskip Landhelgisgæslunnar bjargaði skömmu fyrir hádegið í dag, sextíu og þremur flóttamönnum af litlum ofhlöðnum báti, sem sökk miðja vegu á milli Marokkó og Spánar. 22.9.2011 16:22 Blindaðist af sólinni og velti bílnum Ökumaður bifreiðar slapp við minniháttar áverka þegar að hann velti bíl sínum á Reykjanesbrautinni fyrir hádegið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum blindaðist ökumaðurinn af sólinni og missti stjórn á bílnum í kjölfarið. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar. 22.9.2011 15:55 Minnsta kona í heimi 69 sentimetrar Bridgette Jordan tuttugu og tveggja ára gömul kona frá Illinois í Bandaríkjunum var á dögunum útnefnd minnsta kona í heimi af heimsmetabók Guinness. Jordan er um 69 sentimetrar á hæð. 22.9.2011 15:40 Vox rakaði inn verðlaunum fyrir matreiðslumann ársins Úrslitakeppni um Matreiðslumann ársins fór fram í Hótel- og matvælaskólanum um síðustu helgi. Fulltrúar frá VOX Restaurant lentu í tveimur af þremur efstu sætunum, þeir Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem sigraði keppnina, og Fannar Vernharðsson í því þriðja. 22.9.2011 15:25 Gervihnöttur á leið til jarðar - myndband Myndband náðist af bandarískum gervihnettinum fyrir ofan Frakkland þegar hann brann upp í lofthjúpi jarðar um miðjan mánuðinn. Áætlað er að gervihnötturinn muni lenda á jörðinni þann 24. september næstkomandi. 22.9.2011 15:09 DV-menn sýknaðir: "Sanngjörn og falleg niðurstaða“ "Þetta gefur mér aukna trú á dómskerfið,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, sem var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í meiðyrðamáli sem hagfræðingurinn Hreiðar Már Guðjónsson höfðaði gegn honum. 22.9.2011 14:24 Fjaðrafok í fjármálaheiminum: Hlutabréf hríðfallið um allan heim Hlutabréf hafa hríðfallið í dag en Dow Jones vísitalan hefur lækkað um tvö og hálft prósent og FTSE 100 vísitalan hefur fallið um meira en fimm prósent síðan fjármálamarkaðir opnuðu í dag. 22.9.2011 13:55 1400 blaðsíður um íslenska listasögu Á blaðamannafundi í morgun var kynnt útgáfa yfirlitsverks um íslenska myndlist. Verkið ber nafnið Íslensk listasaga og er fimm binda verk sem spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Bindin eru gefin út í vandaðri öskju og er samtals um 1400 blaðsíður. 22.9.2011 13:45 Sprengja sprakk í Pakistan Fimm manns fórust og þréttán slösuðust þegar að sprengja sprakk í vegarkanti á þjóðvegi nálægt þorpinu Bajur í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Talíbanar í landinu höfðu aðsetur í bænum þar til pakistanski herinn bolaði þeim burt árið 2008. Síðan þá hefur herinn sagt að uppreisnarmennirnir séu á bak og burt en þrátt fyrir það halda hryðjuverk áfram á svæðinu í kringum þorpið. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjunni í morgun. 22.9.2011 13:36 Lýsa yfir stuðningi við Ögmund í Teigskógarmálinu Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum segir að þessi leið hafi verið samþykkt af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra og því sé ekkert til fyrirstöðu að ráðast í hana og bæta þannig strax úr brýnni þörf Vestfirðinga á betri samgöngum með láglendisvegi. Hugmyndin hefur mætt mikilli andstöðu heimamanna og á dögunum gekk stór hluti fundarmanna út þegar Ögmundur kynnti málið á Patreksfirði 22.9.2011 13:05 Gagnrýnir Ferðaklúbbinn fyrir kortagrunn Umhverfisstofnun er ósátt við Ferðaklúbb 4x4 eftir að þeir birtu GPS kortagrunn með upplýsingum um vegi, slóða og aðrar akstursleiðir á Íslandi. 22.9.2011 13:04 Framkvæmdastýra jafnréttisstofu: VR brýtur hugsanlega á karlmönnum Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu telur að hugsanlega sé verið að brjóta á karlmönnum með aðgerð VR sem felst í því hvetja fyrirtæki til að veita konum tíu prósent afslátt af vörum þessa vikuna. Átak VR er liður í því að vekja athygli á launamisrétti kynjanna. 22.9.2011 12:36 Kvikmyndahús slást um klassíska tónlist „Þetta er enginn risamarkaður heldur mjög tryggur hópur og við sjáum oft sömu andlitin," segir Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna. Kvikmyndafélagið Sena tilkynnti í gær að það hygðist hefja beinar útsendingar frá óperum og ballettsýningum Royal Opera House í Háskólabíói. Fyrsta sýningin verður Faust miðvikudaginn 28. september. 22.9.2011 12:15 Helmingur á móti staðsetningu hátæknisjúkrahúss Rúmur helmingur þjóðarinnar er andvígur staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut, samkvæmt könnun MMR. Tvöfalt fleiri eru mjög andvígir staðsetningunni en mjög hlynntir en lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu en hann er mikill eftir aldri. 22.9.2011 11:25 Messar yfir 70 þúsund manns í Berlín Benedikt sextándi páfi er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn í heimalandi sínu, Þýskalandi. Hann mun ferðast víðsvegar um landið og ræða við kaþólika en um 25 milljónir íbúa Þýskalands eru kaþólikar. 22.9.2011 11:14 Styðja við almenningssamgöngur en fresta stórum vegaframkvæmdum Viljayfirlýsing um að vinna skuli að samningi um tíu ára tilraunaverkefni um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu var undirrituð í í innanríkisráðuneytinu morgun. Málið snýst um að gerður verði verði samningur um uppbyggingu og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með markvissum stuðningsaðgerðum en um leið er sæst á frestun stórra vegaframkvæmda. 22.9.2011 10:41 Eimskip smíðar skip fyrir sex milljarða Eimskipafélag Íslands hefur gert samning um smíði tveggja nýrra gámaskipa. Áætlað er að skipin verði afhent félaginu á fyrri hluta árs 2013 samkvæmt tilkynningu frá Eimskipi. 22.9.2011 10:12 Sigmundur Davíð fékk matareitrun í Finnlandi "Fundaferðin með utanríkismálanefnd gekk vel þar til ég fékk matareitrun,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook síðu sinni í morgun. Sigmundur Davíð er í Finnlandi en fram kom áður en hann fór út að hann myndi hætta að borða íslenskan mat, sem hann hefur einungis neytt undanfarnar vikur, og prófa finnskan mat. 22.9.2011 09:04 BHM lýsir fullum stuðningi við félagsráðgjafa Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við baráttu Félagsráðgjafafélags Íslands í yfirstandandi kjaradeilu þess við Reykjavíkurborg. Bandalagið hvetur Reykjavíkurborg til að koma til móts við kröfur félagsráðgjafa og forðast þannig að til verkfallsaðgerða þurfi að koma en eins og staðan er nú virðist fátt geta komið í veg fyrir verkfall á mánudaginn kemur. BHM minnir á að aðrar starfsstéttir mega lögum samkvæmt ekki ganga í störf félagsráðgjafa í verkfalli og mun standa vörð um verkfallsrétt þeirra. Engin verkfallsbrot verði liðin. 22.9.2011 08:50 Vill að Hringbrautin verði Þórbergsstræti "Þannig er mál með vexti að ég er með bón til þín að handan," segir í bréfi til Jóns Gnarr borgarstjóra frá manni sem kveðst vera "skyggnigáfumaður" og leggur til að nafni Hringbrautar vestan Melatorgs verði breytt í Þórbergsstræti. 22.9.2011 08:00 Aftur kveikt í á Bergstaðastræti - fimmta sinn á skömmum tíma Slökkviliðið var kallað út seint í nótt vegna bruna í Bergstaðastræti en þar hafði verið kveikt í einangrun sem er utan á sökkli nýbyggingar í götunni. Fljótlega gekk að slökkva eldinn og hlaust lítið tjón af. Þetta er hinsvegar í fimmta sinn á rúmum mánuði sem kveikt er í þessu sama húsi. Ekki er vitað hver þar hefur verið að verki. 22.9.2011 06:40 Sjá næstu 50 fréttir
Vinningshafinn í Víkingalottóinu fundinn Glaðbeittur maður á besta aldri af höfuðborgarsvæðinu kom í morgun á skrifstofu Íslenskrar getspár og framvísaði vinningsmiða úr Víkingalottóinu í síðustu viku. Lýst hefur verið eftir manninum frá því á miðvikudag enda ekki um neinn smávinning að ræða, heldur rúmar fimmtíu milljónir íslenskra króna. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að maðurinn eigi börn og barnabörn og sjái nú fram á að geta aðstoðað sitt fólk í lífsbaráttunni. Miðinn var keypur í söluturninum Jolla í Hafnarfirði. Aðeins var um eina röð að ræða sem kostaði fimmtíu krónur. Þær hafa nú skilað sér margfalt til baka. 23.9.2011 09:50
Eggert borgaði umboðsmanni 160 milljónir þegar Lucas Neill var keyptur Fyrrverandi umboðsmaður knattspyrnumanna, Peter Harrison, fer hörðum orðum um peningasukkið í enska fótboltanum í Daily Mail í morgun. Eggert Magnússon, þáverandi stjórnarformaður West Ham, borgaði Harrison rúmlega 160 milljónir króna í þóknun þegar Lucas Neill var keyptur til West Ham í janúar 2007. 23.9.2011 09:09
Skjálfti í Kötlu Jarðskjálfti reið yfir í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Veðurstofan hefur reiknað út styrk skjálftans og var hann 2,89 stig. Engir aðrir skjálftar hafa mælst í kjölfarið og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunnni er ekkert sem bendir til að skjálftinn sé vísbending um frekari tíðindi. Skjálftinn varð í öskju Kötlu og mælist á fimm kílómetra dýpi. 23.9.2011 08:14
Sundabraut sett á ís í minnst hálfan áratug Framkvæmdum við Sundabraut verður slegið á frest, að minnsta kosti næstu fimm árin. Þess í stað mun ríkisstjórnin setja einn milljarð á ári næstu tíu árin í tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest, á fyrri hluta tilraunaverkefnisins. 23.9.2011 07:30
Kirkjuráð vill fresta framkvæmdum við Skálholt Framkvæmdir Kirkjuráð hefur farið fram á að framkvæmdir við svonefnda Þorláksbúð við Skálholtskirkju verði stöðvaðar tímabundið. Samtök áhugamanna um uppbyggingu Þorláksbúðar hafa unnið að gerð búðarinnar á tóftum eldri byggingar og var farið að hilla undir verklok. 23.9.2011 07:00
Stakk sambýlismann sinn í Kópavogi Karlmaður var stunginn með hnífi í Kópavogi um klukkan fimm síðdegis í gær. Sambýliskona mannsins var handtekin grunuð um verknaðinn. Maðurinn var stunginn nokkrum sinnum í kvið og í hendi. Hann var fluttur á sjúkrahús alvarlega slasaður en mun þó ekki vera í lífshættu að því er lögregla segir. Fólkið er á sextugsaldri. Konan er enn í haldi lögreglu og hefur ekki verið yfirheyrð enn sökum ástands, eins og lögreglan orðar það. 23.9.2011 06:48
Tími kominn á skipaflotann „Þetta eru stærstu skipin sem við getum látið smíða fyrir okkur miðað við þær hafnir sem við erum að fara inn á á suðurleið okkar. Við erum ekki aðeins að bæta um sautján prósentum við flutningsgetuna heldur erum við einnig að setja í skipin fleiri tengingar fyrir frystigáma,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. 23.9.2011 06:30
Níu kannabisræktendur ákærðir Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært níu kannabisræktendur. Ákærurnar, sjö talsins, voru allar þingfestar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Sama dag voru fimm sakborninganna dæmdir. Þeir hlutu allt frá skilorðsbundinni refsingu upp í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hinir fjórir bíða dóms. 23.9.2011 06:00
Seguljárn á hafsbotni dregur til sín Ástrala Félagið Soley Minerals vill leyfi frá Orkustofnun til að kanna hvort vinna megi seguljárn og fleiri málma af hafsbotni við Suðurland og í Héraðsflóa. Soley Minerals er dótturfélag ástralska námuvinnslufélagins Thielorr Sarl. 23.9.2011 05:00
Tíu milljarðar settir í almenningssamgöngur Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að setja einn milljarð króna árlega í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Litið er á verkefnið sem kjarabót, þar sem samgöngur eru nú næststærsti útgjaldaliður heimila, næst á eftir húsnæði og hærri en matarinnkaup. 23.9.2011 04:30
Sigurvegarinn fær forsíðuna Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins hefst í dag og er þemað „Fólk að hausti“. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins laugardaginn 1. október næstkomandi. Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru leikhúsmiðar fyrir sex í Borgarleikhúsið. Verðlaun fyrir annað og þriðja sætið eru leikhúsmiðar fyrir tvo í Borgarleikhúsið. 23.9.2011 04:00
Ákært fyrir vanrækslu sauðfjár Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært ábúanda á Stórhóli í Djúpavogshreppi fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald með því að vanrækja að tryggja góðan aðbúnað, meðferð og fóðrun sauðfjár á ofangreindum bæ. 23.9.2011 03:15
Afstæðiskenning Einsteins í hættu Vísindamenn telja sig hafa fundið efni sem fer hraðar en ljósið. Sé uppgötvunin rétt, er afstæðiskenning Alberts Einstein þar með fallin. 22.9.2011 23:38
Samkeppnisstaða fjármálafyrirtækja skert með nýjum bankaskatti Okkur líst afar illa á þennan skatt, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann staðfestir í samtali við Vísi að samtökunum hafi verið kynntar hugmyndir í gær um 10,5% skatt sem fjármálaráðuneytið hyggst leggja á launagreiðslur starfsmanna hjá fjármálafyrirtækjum vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum á næsta ári. 22.9.2011 21:38
Sutherland og Glover leiða saman hesta sína Stórleikarinn Kiefer Sutherland mun bráðlega sjást á ný í sjónvarpi í þáttum sem hafa fengið nafnið Touch. Eins og mörgum er kunnugt um sló Kiefer Sutherland rækilega í gegn í þáttunum 24 eftir að leikaraferill hans hafði verið í lægð um nokkra ára skeið. Lítið hefur spurst til leikarans frá því að sýningu á 24 lauk í fyrrai, þangað til að Fox sjónvarpsstöðin tilkynnti í gær að von væri á þáttunum í sýningu á sjónvarpsstöðinni. 22.9.2011 23:08
Milljónatjón fyrir fornleifafræðinga Fornleifafræðingar sem vinna við uppgröft á Landspítalalóðinni við Hringbraut urðu fyrir miklum skakkaföllum í fyrrinótt þegar tækjabúnaði, að verðmæti margra milljóna króna, var stolið úr vinnuaðstöðu þeirra. 22.9.2011 21:01
Efast um skatta á laun bankastarfsmanna Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur efasemdir um að rétt sé að hækka skatta á laun bankastarfsmanna. Í fjármálaráðuneytinu er um þessar mundir verið að ræða að leggja sérstakan 10,5% skatti ofan á launakostnað banka og tryggingafyrirtækja, eftir því sem Viðskiptablaðið greinir frá. 22.9.2011 20:02
Gæslan fær Þór á morgun Varðskipið Þór verður afhent Landhelgisgæslunni við hátíðlega athöfn í Asmar skipasmíðastöð skipasmíðastöð sjóhersins í Chile á morgun. 22.9.2011 19:57
Nokkrir voru ósyndir Nokkrir af þeim sem varðskipið Ægir bjargaði úr ofhlöðnum báti á sjó milli Marokkó og Spánar lentu í sjónum og virtust vera ósyndir. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni lak mjög hratt úr bátnum þeirra en skamman tíma tók að setja út Springer léttbát varðskipsins og var björgunarvestum kastað til fólksins. Einnig voru tveir gúmmíbjörgunarbátar sjósettir. 22.9.2011 18:35
Þroskaþjálfar styðja félagsráðgjafa í kjarabaráttu Þroskaþjálfar lýsa yfir fullum stuðningi við félagsráðgjafa í kröfum þeirra um bætt kjör og að fá leiðréttingu launa sinna. Í ályktun frá Þroskaþjálfafélagi Íslands segir að félagsráðgjafar sinni mikilvægu starfi af metnaði og dugnaði. Mikil fagleg uppbygging hafi átt sér stað á liðnum árum og oft á tíðum við erfiðar aðstæður eftir bankahrunið. 22.9.2011 18:14
Bandaríkjamenn gengu út af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Fulltrúar Bandaríkjanna, Frakklands og fleiri vestrænna ríkja gengu af fundi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag eftir að forseti Íran réðst að Ísraelum í ræðu sinni á þinginu og kallaði hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 „ráðgátu" 22.9.2011 18:09
Áfrýjar DV-máli til Hæstaréttar Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir ætlar að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir DV til Hæstaréttar. Heiðar Már höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla sem féllu um hann í blaðinu í október á síðasta ári. Í blaðinu var meðal annars fullyrt að Heiðar Már hefði tekið stöðu gegn krónunni. 22.9.2011 17:38
Sló mann fjórum sinnum í andlitið með slökkvitæki Hæstiréttur Íslands hefur staðfest átta mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem sló annan mann að minnsta kosti fjórum höggum í andlitið með slökkvitæki. Hæstiréttur lækkaði greiðslu á miskabótum til mannsins um 250 þúsund krónur en héraðsdómur hafði áður dæmt manninn til að greiða fórnarlambi sínu 500 þúsund í bætur. 22.9.2011 16:53
Pútin vill kynnast Kjarval Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin, bauð forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni að sækja ráðstefnu um norðurleiðina og önnur málefni Norðurslóða. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar er hvernig bráðnun hafíss kallar á nýja skipan og ábyrga stefnumótun. 22.9.2011 16:39
Áhöfn Ægis bjargaði 63 flóttamönnum úr sökkvandi báti Ægir, varðskip Landhelgisgæslunnar bjargaði skömmu fyrir hádegið í dag, sextíu og þremur flóttamönnum af litlum ofhlöðnum báti, sem sökk miðja vegu á milli Marokkó og Spánar. 22.9.2011 16:22
Blindaðist af sólinni og velti bílnum Ökumaður bifreiðar slapp við minniháttar áverka þegar að hann velti bíl sínum á Reykjanesbrautinni fyrir hádegið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum blindaðist ökumaðurinn af sólinni og missti stjórn á bílnum í kjölfarið. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar. 22.9.2011 15:55
Minnsta kona í heimi 69 sentimetrar Bridgette Jordan tuttugu og tveggja ára gömul kona frá Illinois í Bandaríkjunum var á dögunum útnefnd minnsta kona í heimi af heimsmetabók Guinness. Jordan er um 69 sentimetrar á hæð. 22.9.2011 15:40
Vox rakaði inn verðlaunum fyrir matreiðslumann ársins Úrslitakeppni um Matreiðslumann ársins fór fram í Hótel- og matvælaskólanum um síðustu helgi. Fulltrúar frá VOX Restaurant lentu í tveimur af þremur efstu sætunum, þeir Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem sigraði keppnina, og Fannar Vernharðsson í því þriðja. 22.9.2011 15:25
Gervihnöttur á leið til jarðar - myndband Myndband náðist af bandarískum gervihnettinum fyrir ofan Frakkland þegar hann brann upp í lofthjúpi jarðar um miðjan mánuðinn. Áætlað er að gervihnötturinn muni lenda á jörðinni þann 24. september næstkomandi. 22.9.2011 15:09
DV-menn sýknaðir: "Sanngjörn og falleg niðurstaða“ "Þetta gefur mér aukna trú á dómskerfið,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, sem var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í meiðyrðamáli sem hagfræðingurinn Hreiðar Már Guðjónsson höfðaði gegn honum. 22.9.2011 14:24
Fjaðrafok í fjármálaheiminum: Hlutabréf hríðfallið um allan heim Hlutabréf hafa hríðfallið í dag en Dow Jones vísitalan hefur lækkað um tvö og hálft prósent og FTSE 100 vísitalan hefur fallið um meira en fimm prósent síðan fjármálamarkaðir opnuðu í dag. 22.9.2011 13:55
1400 blaðsíður um íslenska listasögu Á blaðamannafundi í morgun var kynnt útgáfa yfirlitsverks um íslenska myndlist. Verkið ber nafnið Íslensk listasaga og er fimm binda verk sem spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Bindin eru gefin út í vandaðri öskju og er samtals um 1400 blaðsíður. 22.9.2011 13:45
Sprengja sprakk í Pakistan Fimm manns fórust og þréttán slösuðust þegar að sprengja sprakk í vegarkanti á þjóðvegi nálægt þorpinu Bajur í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Talíbanar í landinu höfðu aðsetur í bænum þar til pakistanski herinn bolaði þeim burt árið 2008. Síðan þá hefur herinn sagt að uppreisnarmennirnir séu á bak og burt en þrátt fyrir það halda hryðjuverk áfram á svæðinu í kringum þorpið. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjunni í morgun. 22.9.2011 13:36
Lýsa yfir stuðningi við Ögmund í Teigskógarmálinu Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum segir að þessi leið hafi verið samþykkt af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra og því sé ekkert til fyrirstöðu að ráðast í hana og bæta þannig strax úr brýnni þörf Vestfirðinga á betri samgöngum með láglendisvegi. Hugmyndin hefur mætt mikilli andstöðu heimamanna og á dögunum gekk stór hluti fundarmanna út þegar Ögmundur kynnti málið á Patreksfirði 22.9.2011 13:05
Gagnrýnir Ferðaklúbbinn fyrir kortagrunn Umhverfisstofnun er ósátt við Ferðaklúbb 4x4 eftir að þeir birtu GPS kortagrunn með upplýsingum um vegi, slóða og aðrar akstursleiðir á Íslandi. 22.9.2011 13:04
Framkvæmdastýra jafnréttisstofu: VR brýtur hugsanlega á karlmönnum Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu telur að hugsanlega sé verið að brjóta á karlmönnum með aðgerð VR sem felst í því hvetja fyrirtæki til að veita konum tíu prósent afslátt af vörum þessa vikuna. Átak VR er liður í því að vekja athygli á launamisrétti kynjanna. 22.9.2011 12:36
Kvikmyndahús slást um klassíska tónlist „Þetta er enginn risamarkaður heldur mjög tryggur hópur og við sjáum oft sömu andlitin," segir Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna. Kvikmyndafélagið Sena tilkynnti í gær að það hygðist hefja beinar útsendingar frá óperum og ballettsýningum Royal Opera House í Háskólabíói. Fyrsta sýningin verður Faust miðvikudaginn 28. september. 22.9.2011 12:15
Helmingur á móti staðsetningu hátæknisjúkrahúss Rúmur helmingur þjóðarinnar er andvígur staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut, samkvæmt könnun MMR. Tvöfalt fleiri eru mjög andvígir staðsetningunni en mjög hlynntir en lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu en hann er mikill eftir aldri. 22.9.2011 11:25
Messar yfir 70 þúsund manns í Berlín Benedikt sextándi páfi er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn í heimalandi sínu, Þýskalandi. Hann mun ferðast víðsvegar um landið og ræða við kaþólika en um 25 milljónir íbúa Þýskalands eru kaþólikar. 22.9.2011 11:14
Styðja við almenningssamgöngur en fresta stórum vegaframkvæmdum Viljayfirlýsing um að vinna skuli að samningi um tíu ára tilraunaverkefni um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu var undirrituð í í innanríkisráðuneytinu morgun. Málið snýst um að gerður verði verði samningur um uppbyggingu og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með markvissum stuðningsaðgerðum en um leið er sæst á frestun stórra vegaframkvæmda. 22.9.2011 10:41
Eimskip smíðar skip fyrir sex milljarða Eimskipafélag Íslands hefur gert samning um smíði tveggja nýrra gámaskipa. Áætlað er að skipin verði afhent félaginu á fyrri hluta árs 2013 samkvæmt tilkynningu frá Eimskipi. 22.9.2011 10:12
Sigmundur Davíð fékk matareitrun í Finnlandi "Fundaferðin með utanríkismálanefnd gekk vel þar til ég fékk matareitrun,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook síðu sinni í morgun. Sigmundur Davíð er í Finnlandi en fram kom áður en hann fór út að hann myndi hætta að borða íslenskan mat, sem hann hefur einungis neytt undanfarnar vikur, og prófa finnskan mat. 22.9.2011 09:04
BHM lýsir fullum stuðningi við félagsráðgjafa Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við baráttu Félagsráðgjafafélags Íslands í yfirstandandi kjaradeilu þess við Reykjavíkurborg. Bandalagið hvetur Reykjavíkurborg til að koma til móts við kröfur félagsráðgjafa og forðast þannig að til verkfallsaðgerða þurfi að koma en eins og staðan er nú virðist fátt geta komið í veg fyrir verkfall á mánudaginn kemur. BHM minnir á að aðrar starfsstéttir mega lögum samkvæmt ekki ganga í störf félagsráðgjafa í verkfalli og mun standa vörð um verkfallsrétt þeirra. Engin verkfallsbrot verði liðin. 22.9.2011 08:50
Vill að Hringbrautin verði Þórbergsstræti "Þannig er mál með vexti að ég er með bón til þín að handan," segir í bréfi til Jóns Gnarr borgarstjóra frá manni sem kveðst vera "skyggnigáfumaður" og leggur til að nafni Hringbrautar vestan Melatorgs verði breytt í Þórbergsstræti. 22.9.2011 08:00
Aftur kveikt í á Bergstaðastræti - fimmta sinn á skömmum tíma Slökkviliðið var kallað út seint í nótt vegna bruna í Bergstaðastræti en þar hafði verið kveikt í einangrun sem er utan á sökkli nýbyggingar í götunni. Fljótlega gekk að slökkva eldinn og hlaust lítið tjón af. Þetta er hinsvegar í fimmta sinn á rúmum mánuði sem kveikt er í þessu sama húsi. Ekki er vitað hver þar hefur verið að verki. 22.9.2011 06:40