Erlent

Moore hvetur fólk til að sniðganga Georgíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Michael Moore er heitt í hamsi, nú sem endranær.
Michael Moore er heitt í hamsi, nú sem endranær. Mynd/ AFP.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore hvetur til þess að viðskiptatengslum við Georgíufylki í Bandaríkjunum verði slitið. Tilgangurinn yrði að mótmæla aftökunni á Troy Davis frá Savannah fyrr í vikunni. Davis var, sem kunnugt er dæmdur, fyrir um tuttugu árum síðan, en mikill vafi lék á sekt hans.

„Ég hvet alla sem ég þekki til þess að ferðast ekki til Georgíu, að kaupa aldrei neitt sem framleitt er í Georgíu og eiga aldrei viðskipti í Georgíu,“ skrifaði Moore á vefsíðu sína nokkrum tímum eftir að Davis var líflátinn.

Hann segist jafnframt ætla að biðja útgefandann sinn að taka allar sínar vörur úr hillum í Georgíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×