Erlent

Pútín ætlar í forsetaframboð

Pútín og Medvedev ganga inn á flokksþingið í morgun.
Pútín og Medvedev ganga inn á flokksþingið í morgun. mynd/afp
Vladimir Pútín ætlar að bjóða sig fram til forseta Rússlands á nýjan leik en Dmitry Medvedev núverandi forseti landsins mun gegna forystuhlutverki fyrir flokk sinn í komandi þingkosningum.

Þetta kom fram á ársþingi flokksins Sameinaðs Rússlands sem fram fór í morgun. Í ræðu sem Medvedev hélt sagðist hann ætla að styðja Pútín til að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningunum í mars á næsta ári. Hann lagði til að flokkurinn myndi gera slíkt hið sama.

Pútín tók svo undir orð forsetans og sagðist ætla að bjóða sig fram til forseta og lagði til að Medvedev myndi gegna forystu-hlutverki í þingkosningunum í desember næstkomandi.

Mikið hefur verið talað um hvernig þeir kaumpánar myndu skipta með sér verkum á næsta kjörtímabili en Pútín sagði í ræðu sinni í morgun þeir hefðu ákveðið það fyrir nokkrum árum.

Pútín var forseti landsins frá árunum 2000 til 2008 en varð að hætta vegna þess að lög í Rússlandi gerar ekki ráð fyrir því að sami maður gegni embættinu í tvö kjörtímabil. Hann var því kjörin forsætisráðherra landsins og Medvedev, sem áður gegndi starfi aðstoðarforsætisráðherra og var mjög náin samstarfsmaður Pútín, var kjörinn forseti.

Ef þetta gengur eftir verður Pútín aftur forseti Rússlands og Medvedev sest í hans stól, og verður forsætisráðherra landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×