Erlent

Ná samkomulagi um frið fyrir lok árs 2012

Tony Blair
Tony Blair
Fulltrúar Miðuaustarlandakvartettsins svokallaða, sem er skipaður af Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og Rússlandi, og er leiddur af Tony Blair, lögðu á það áherslu í gær að Ísraelar og Palestínumenn færu aftur að samningaborðinu með sérstaka tímaáætlun með það að markmiði að ná samkomulagi um frið fyrir desember 2012.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði í gær á það ríka áherslu að áætlun kvartettsins yrði fylgt, en Bandaríkjamenn hafa lýst sig andsnúna umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum og gefið í skyn að neitunarvaldi verði beitt í Öryggisráðinu um umsóknina, en frá þessu er greint í Jerusalem Post.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×