Erlent

Ekki vitað hvar gervihnötturinn brotlenti

Gervihnötturinn UARS
Gervihnötturinn UARS
Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA segja gervihnöttinn UARS, sem stefnt hefur á jörðina í nokkurn tíma, hafa brotlent í nótt. Þó er ekki vitað hvenær eða hvar.

Þetta tilkynnti NASA á Twitter-síðu sinni í morgun.

Talið er að hnötturinn hafi að mestu leyti brunnið upp í lofthjúpi jarðar en að 26 brot hafi lent á jörðinni. Óstaðfestar fregnir herma að brot af hnettinum hafi lent í kanadíska bænum Okotoks en sérfræðingar NASA telja það mjög ólíklegt.

Hnettinum var skotið út í geiminn af Bandaríkjamönnum árið 1991, en tilgangur hans var að fylgjast með ósonlagi jarðar og veðrabreytingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×