Innlent

Risaskattaskuldir ógreiddar

Peningar
Peningar
Embætti skattrannsóknarstjóra telur að í tveimur af þeim tæplega 50 skattaskjólsmálum, sem eru til rannsóknar, hafi ekki verið greiddur skattur af milljörðum króna.  Gunnar Thorberg, forstöðumaður rannsóknasviðs Skattrannsóknarstjóra, segir mismunandi hvernig skattleggja á vegna skattaskjólsmálanna.

Fjöldi skattaskjólsmála hefur verið sendur til endurákvörðunar hjá Ríkisskattstjóra en sum hafa orðið að engu, eins og Gunnar orðar það. „Ef um meiri háttar brot er að ræða eru málin send til sérstaks saksóknara. Enn hefur ekki verið ákært í slíkum málum.“

Gunnar segir að menn hafa notað aflandsfélög til þess að koma eignum úr landi en aldrei borgað fjármagnstekjuskatt.

„Þeir hafa hins vegar talið fram arð og borgað af honum tíu prósenta skatt. Við skoðun hefur í sumum tilfellum komið í ljós að þetta var ekki rétt gert því greiða hefði átt 40 prósenta skatt. Svo eru dæmi um menn sem hafa starfað hér heima, stofnað reikninga í nafni aflandsfélaga vegna eigin vinnuframkvæmda á Íslandi eða fyrir íslensk félög en ekki talið fram. Stundum hafa þessi aflandsfélög verið nafnið eitt. Menn eru bara að komast hjá því að borga skatta.“-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×