Erlent

Fjármálaheimurinn berst í bökkum - trúa ekki G20 hópnum

Grikkir hafa mótmælt mikið undanfarna daga. Þjóðargjaldþrot blasir við landinu.
Grikkir hafa mótmælt mikið undanfarna daga. Þjóðargjaldþrot blasir við landinu.
Fjármálamarkaðir í Evrópu eru enn í uppnámi þrátt fyrir yfirlýsingu G20 hópsins svokallaða, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims. Hópurinn brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins.

Það hefur þó ekki haft nægjanleg áhrif því bæði FTSE 100 vísitalan og Dow Jones vísitalan hafa ekki risið sem skyldi. Japanski markaðurinn er lokaður í dag vegna frídags þar í landi.

Fjármálaheimurinn vill að G20 hópurinn útskýri hvað þeir eiga við og telja að um innihaldslausa yfirlýsingu sé að ræða.

Þá hafa menn enn þá miklar áhyggjur af skuldakreppunni á evrusvæðinu, þá ekki síst vegna Grikkja, sem ramba á barmi þjóðargjaldþrots. Þannig var lánshæfismat átta grískra banka lækkað af Moddy´s vegna ótta við að ríkið verði ógjaldfært.

Þá flækti það ennfremur stöðuna í dag þegar franskir ráðmenn sögðu í dag að 15 til 20 evrópskir bankar þyrftu aukið fæ til þess að lifa skuldakreppuna af. Og enginn þessara banka væri í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×