Erlent

Páfinn hitti þolendur kynferðisofbeldis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt XVI páfi hitti þolendur kynferðisofbeldis.
Benedikt XVI páfi hitti þolendur kynferðisofbeldis. Mynd/ AFP.
Benedikt XVI páfi hitti þolendur kynferðisbrota af hálfu presta í Þýskalandi í dag og sýndi þeim samhug sinn, segir í tilkynningu frá Vatíkaninu. Samkvæmt frásögn AP fréttastofunnar stóð fundur páfa með fimm þolendum yfir í einn og hálfan klukkutíma.

Páfinn hefur sjálfur verið sakaður um að hafa haldið hlífiskildi yfir prestum og öðrum starfsmönnum kirkjunnar sem grunaðir eru um kynferðisbrot. Vatíkanið segir hins vegar í tilkynningunni að páfinn sé djúpt snortinn og hrærður og standi þolendunum nærri. Hann vonist til þess að guð geti læknað sár þolendanna og veitt þeim frið.

Heimsókn páfa í Þýskalandi hófst í gær og stendur yfir í fjóra daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×