Innlent

20 árekstrar á höfuðborgarsvæðinu í dag

Nokkuð var um umferðaóhöpp í dag. Myndin er úr safni.
Nokkuð var um umferðaóhöpp í dag. Myndin er úr safni.
Hátt í tuttugu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag samkvæmt upplýsingum frá árekstur.is. Þannig varð þriggja bíla árekstur í morgun á Kringlumýrabrautinni. Einn bíll var óökufær eftir óhappið.

Svo varð harður árekstur síðdegis og þurfti að fjarlægja báða bíla með kranabifreið. Enginn slasaðist alvarlega í árekstrinum en ökumennirnir kvörtuðu þó undan eymslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×