Erlent

Harmleikur í Lundúnum: Móðir og fimm börn brunnu inni

Heimili fjölskyldunnar
Heimili fjölskyldunnar mynd/afp
Fjörutíu og eins árs gömul kona og fimm börn hennar létust í eldsvoða í norðvestur hluta Lundúna í nótt. Börnin sem létust voru á aldrinum tveggja til fjórtán ára.

Maður konunnar og sextán ára dóttir þeirra eru á spítala og er stúlkan sögð þungt haldin, en líðan mannsins stöðug. Eldurinn kom upp um klukkan eitt í nótt að breskum tíma og voru þrjátíu slökkviliðsmenn á staðnum að reyna að slökkva eldinn.

Þegar slökkviliðið kom á staðinn var móðirin og fjögur barnanna látin. Fimm ára sonur hjónanna var í hjartastoppi, en þrátt fyrir tilraunir sjúkraflutningamanna tókust endurlífgunartilraunir ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×