Fleiri fréttir

Atvinnumissir unnustu er mögulega orsök árásarinnar

Fórnarlamb skotárásar í Breiðholti talið hafa sagt unnustu árásarmanns upp störfum. Árásarmaðurinn bankaði upp á á heimili mannsins um hálf fjögur aðfaranótt sunnudags. Hann situr í gæsluvarðhaldi. Konan var látin laus undir kvöld í gær. Afbrotafræðingur

Hrædd um börnin á leiðinni í bótaviðtöl

„Börnin mín fara ekki að drepa sig hérna til þess eins að fá bætur,“ segir Soffía Nönnudóttir, móðir þriggja stálpaðra ungmenna á Þingeyri. Hún er afar ósátt við kröfur Vinnumálastofnunar um að atvinnulaus börn hennar sæki reglulega fundi og námskeið á Ísafirði til að halda bótum. Það kalli á að þau fari akandi yfir Gemlufallsheiðina sem á þessum árstíma geti verið glerhál og stórhættuleg.

Lögreglumenn sæti vopnaleit í Leifsstöð

Ósamræmi er milli þess sem flugmálastjórn segir um það hverjir eiga að vera undanþegnir öryggisleit í Leifsstöð og þess sem Keflavíkurflugvöllur ohf. segir vera sína starfsvenju.

Leysa einungis úr ágreiningsmálum

Persónuvernd hefur hafnað því að úrskurða um lögmæti kortavefsjár sem opin var á vefsíðu Kópavogsbæjar. Ástæðan er sú að vefsjánni var lokað eftir að íbúi í bænum kærði hana til Persónuverndar.

Hafa lagað sig að lífi á bótum

Atvinnulaus ungmenni á aldrinum 18 til 24 ára hafa mörg hver aðlagað sig því líferni að vera á bótum. Þetta kemur fram í niður­stöðum rýnihópagreiningar sem kynnt var á fundi norrænna atvinnumálaráðherra sem fram fór í Reykjavík í síðustu viku. Kannaðar voru aðstæður og viðhorf í fimm hópum, þremur í Reykjavík og tveimur á Suðurnesjum. Í greiningunni kemur fram að í mörgum tilvikum búi ungmennin í foreldrahúsum, hafi snúið sólarhringnum við og hafi hvorki áhuga á skóla né vinnu.

Brennisteinsvetni mælist yfir mörkum

Hæstu toppar brennisteinsvetnismengunar í Hveragerði fara yfir heilsuverndarviðmið Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), en sólarhringsmeðaltal er töluvert undir þeim viðmiðum. Þetta kemur fram í mælingum Umhverfisstofnunar. Engin viðmið eru til hér á landi um þessa mengun, en þau eru í vinnslu í umhverfisráðuneytinu.

Sagði frelsið vera styrk Bandaríkjanna

„Við reynum ekki að troða neinu stjórnskipulagi upp á nokkra þjóð,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti við háskólanema í Shanghaí. Hann er nú staddur í Kína, og hefur lagt á það áherslu í ferðinni að Bandaríkjamenn hafi engan áhuga á að hefta vöxt Kína með nokkrum hætti.

Vilja stuðning Evrópuríkja

Palestínustjórn hefur beðið Evrópusambandið um stuðning við þau áform Palestínumanna að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna viðurkenni sjálfstætt ríki Palestínu án samþykkis Ísraels.

Líkur á að mein í lungum greinst fyrr

„Líkur benda til að greina megi lungnakrabbamein fyrr og á lægra stigi en algengast er nú. Rannsóknir á notkun tölvusneiðmyndatækni til skimunar skera úr um það en niðurstaðna úr þeim er að vænta innan fárra missera. Slík tækni er fyrir hendi hér á landi,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor við HÍ og yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans.

Segir enn rétt að hafa ekki gert árás á Íran

Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist ekki sjá eftir því að hafa haldið að sér höndum þegar byltingarstjórnin í Íran tók 52 Bandaríkjamenn í gíslingu árið 1979.

Finnst Strauss-Kahn skauta létt yfir

„Ég vil ekki halda því fram að framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi farið með staðlausa stafi. Mér fannst hann skauta létt yfir þessa tengingu en hann verður að bera ábyrgð á því sjálfur,“ sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á Alþingi í gær.

Meirihlutinn sagður sýna skólunum vanvirðingu

„Mér finnst það fráleitt að taka ekki þá fagmenn sem starfa við þetta dags daglega í skólunum með í umræðuna. Það má segja að þetta sé ákveðin vanvirða við það starf sem fram fer í skólunum,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur.

Ástralíustjórn biðst afsökunar

Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, baðst í gær afsökunar á framferði Ástrala, sem tóku illa á móti þúsundum munaðarlausra barna frá Bretlandi.

Hörpudiskur enn í lágmarki

Hörpudisksstofninn í Breiðafirði er enn í lágmarki, miðað við útkomu árlegrar mælingar Hafrannsóknastofnunar. Mælingarnar voru gerðar á Dröfn RE dagana seint í október.

Læknar kvilla mannfólksins

„Ég hef verið mjög upptekin en spái í að hafa opið hús á laugardag,“ segir Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Villimey á Tálknafirði. Aðalbjörg er jafnframt einn af fjölmörgum talsmönnum Alþjóðlegu athafnavikunnar.

Samkynhneigt par í hjónaband

Tveir karlmenn í Argentínu, þeir José Maria Di Bello og Alex Freyre, hafa fengið leyfi til að ganga í hjónaband. Athöfnin verður haldin 1. desember næstkomandi.

Áhrif kreppu á velferðarríkið

Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur í dag fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands. Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar er Hvað er kreppa? Fyrirlestur Guðmundar ber titilinn Velferðarríkið og efnahagskreppur á Íslandi.

Málþing um mansal eftir leiksýningu

Leikfélag Akureyrar stendur fyrir málþingi um mansal í Ketilhúsinu á Akureyri í dag. Málþingið fer fram að lokinni sýningu á leikritinu Lilju. Leikritið byggir á sannsögulegu kvikmyndinni Lilja 4-ever og segir frá örlögum sextán ára stúlku frá Litháen sem seld var mansali í kynlífsiðnað til Svíþjóðar.

Fái 32 milljónir fyrir vegstæðið

Eigendur jarðarinnar Miðfells við Þingvallavatn eiga að fá 32 milljónir króna vegna eignarnáms á samtals 13,45 hekturum lands undir vegstæði nýs Lyngdalsheiðarvegar.

Íslenskur skóli tekur þátt

Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur verið valinn til þess að taka, í samstarfi við Nýherja, þátt í afmælishátíð bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA í Bandaríkjunum, sem haldin er í tilefni þess að 40 ár eru um þessar mundir liðin frá því að maður steig fyrst fæti á tunglið.

Icesave afgreitt úr fjárlaganefnd

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans var afgreitt úr fjárlaganefnd Alþingis í kvöld með atkvæðum stjórnarmeirihlutans gegn atkvæðum minnihlutans. Varaformaður nefndarinnar á von á því að frumvarpið verði lagt fram sem þingmál á morgun.

Vigdís veitti verðlaun á degi íslenskrar tungu

Hátt í sjötíu grunnskólanemar í Reykjavík tóku við íslenskuverðlaunum menntaráðs við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag á degi íslenskrar tungu. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, en markmið þeirra er að auka áhuga grunnskólanema á móðurmálinu og hvetja þá til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs.

Fækkun farsímamastra gæti aukið geislun

Geislavarnastofnanir Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Íslands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi geislun á almenning frá fjarskiptamöstrum á almannafæri. Niðurstaða þeirra er að ekki hafi verið færð fyrir því gild vísindaleg rök að þessi geislun, eins og hún er nú í venjulegu umhverfi fólks, hafi skaðleg heilsufarsleg áhrif. Stofnanirnar telja þó að fækkun farsímamastra gæti aukið geislun á almenning. Þetta kemur fram á vef Geislavarna ríkisins.

Þrettán félög sóttu um olíuleit við Grænland

Gríðarlegur áhugi er fyrir olíuleit við Grænland og sóttu þrettán alþjóðleg olíufélög um að fá að taka þátt í forvali vegna olíuleitarútboðs við vesturströnd landsins á næsta ári. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að opna á olíuleit við Austur-Grænland árið 2012 en líklegt er að hún kalli á mikla þjónustu frá Íslandi.

Vill bókina úr búðum

Helga Kress, fyrrverandi prófessor í bókmenntafræði, krefst þess að rithöfundurinn Böðvar Guðmundsson, og fyrrverandi eiginmaður hennar, láti innkalla upplag nýjustu skáldsögu sinnar, sem komin er í verslanir.

Parið var í hefndarleiðangri - stúlkunni sleppt

Karl sem gekk berserksgang með haglabyssu í Breiðholti um helgina var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis. Vinkonu hans var vikið úr starfi, og vildi hann hefna sín á fyrrverandi vinnuveitanda hennar.

Ásmundur Einar styður líklega Icesave frumvarpið

Allt stefnir í það að fjárlaganefnd Alþingis afgreiði Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar í kvöld eða á morgun. Málið kemst þá í aðra umræðu á Alþingi fyrir næstu helgi. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni væru samstíga í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu bendir allt til þess að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi.

Parið væntanlega vistað í fangaklefum á Hverfisgötu

Ekki er pláss fyrir unga parið sem grunað erum að hafa skotið á hús í Seljahverfi um helgina í íslenskum fangelsum. Krafist var gæsluvarðhalds yfir fólkinu í dag og verði héraðsdómur við beiðni lögreglu verður fólkið að öllum líkindum vistað í fangaklefum lögreglunnar á Hverfisgötu, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra.

Hvar er pelinn minn?

Skelfing greip um sig á brautarpalli í Boston þegar kona féll niður á járnbrautarteinana rétt í þann mund sem lestin kom æðandi inn á stöðina.

Gæsluvarðhalds krafist yfir Þverárselsparinu

Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir unga parinu sem grunað er um að hafa skotið á hús við Þverársel í Seljahverfi aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var krafan tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan fjögur í dag. Friðrik Smári sagðist gera ráð fyrir að farið yrði fram á vikulangt varðhald.

Hundurinn og ljónið

Þegar velunnari gaf litlum dýragarði austur af Búdapest í Ungverjalandi ljónsungann Zimba lentu stjórnendur dýragarðsins í dálitlum vanda.

Bílar veltu ferju

Tuttugu og átta manna áhöfn þessarar japönsku ferju slapp með skrekkinn þegar farmur hennar slóst til í óveðri um helgina.

Oslóartréð höggvið við hátíðlega athöfn

Jólatréð sem Oslóarbúar munu gefa Íslendingum þetta árið var höggvið við hátíðlega athöfn í dag. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Noregi, og Margit F. Tveiten, sendiherra Norges á Íslandi. Ljósin á trénu verða svo tendruð við hátíðlega athöfn á Austurvelli þann 29. nóvember næstkomandi. Í ár eru liðin 58 ár síðan að Oslóarbúar gáfu Íslendingum fyrst jólatré.

Reyndi að eyða fóstri hjákonu

Breskur læknir hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að reyna að eyða fóstri ástkonu sinnar án hennar vitundar. Edward Erin er 44 ára gamall tveggja bjarna faðir.

Umhverfisráðherra boðar endurskoðun á náttúruverndarlögum

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja endurskoðun á lögum um náttúruvernd með það fyrir augum að styrkja stöðu náttúruverndar í landinu. Í tilkynningu frá Svandísi segir að ráðist sé í endurskoðunina vegna brýnnar þarfar á að styrkja stöðu náttúrunnar og umhverfissjónarmiða í íslenskum rétti.

Alvarlegt ef vitnum er hótað

„Það er mjög alvarlegt ef það gerist að menn ætla að beita ógnunum og hótunum gagnvart vitnum i málum," segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Karlmaður var handtekinn í Þorlákshöfn á fimmtudaginn en þar hafði hann í hótunum um að manni mein sem hafði borið vitni gegn honum í dómsmáli daginn áður. Ólafur Helgi segir að það valdi sér ákveðnum áhyggjum að menn hóti ofbeldi í slíkum tilfellum.

Hneigði Obama sig of djúp?

Hægri menn í Bandaríkjunum hafa alveg farið á límingunum yfir því að Barack Obama skyldi hneigja sig djúpt þegar hann hitti japönsku keisarahjónin í Tokyo um helgina.

Veiða síld fyrir utan sjúkrahúsið

Síldveiðiskipið Faxi RE er nú á veiðum í Breiðafirði og að sögn skipstjórans, Alberts Sveinssonar, er síldin erfið viðureignar. Skipið fór til veiða síðastliðið fimmtudagskvöld og í gær var Faxi kominn með um 950 tonna afla. Stefnt er að því að ná fullfermi eða rúmlega 1500 tonnum en Albert segir að það ætli að reynast erfiðara en hann átti von á.

Sjá næstu 50 fréttir