Erlent

Vilja stuðning Evrópuríkja

Saeb Erekat
Saeb Erekat

 Palestínustjórn hefur beðið Evrópusambandið um stuðning við þau áform Palestínumanna að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna viðurkenni sjálfstætt ríki Palestínu án samþykkis Ísraels.

Palestínumenn hafa gripið til þessa ráðs vegna þess hve illa gengur í friðarviðræðum við Ísrael.

„Við viljum stuðning allra ríkja alþjóðasamfélagsins,“ segir Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínustjórnar. Hann segir að Bandaríkjastjórn verði einnig beðin um stuðning. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×