Innlent

Ásmundur Einar styður líklega Icesave frumvarpið

Ásmundur Einar á frekar von á því að hann styðji Icesave frumvarpið. Það hyggst samherji hans í þingflokki VG, Lilja Mósesdóttir, aftur á móti ekki gera. Mynd/GVA
Ásmundur Einar á frekar von á því að hann styðji Icesave frumvarpið. Það hyggst samherji hans í þingflokki VG, Lilja Mósesdóttir, aftur á móti ekki gera. Mynd/GVA

Allt stefnir í það að fjárlaganefnd Alþingis afgreiði Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar í kvöld eða á morgun. Málið kemst þá í aðra umræðu á Alþingi fyrir næstu helgi.

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni væru samstíga í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu bendir allt til þess að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi.

Ásmundur Einar Daðason var í hópi þeirra þingmanna Vinstri grænna sem lýsti yfir efasemdum með Icesave samkomulagið þegar það var fyrst rætt á Alþingi í sumar. Ásmundur á nú sæti í fjárlaganefnd Alþingis. „Ég á frekar von á því að ég muni styðja frumvarpið," sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×