Innlent

Þorsteinn frá Hamri hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti í dag Þorsteini frá Hamri Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár. Í umsögn um Þorstein segir að hann sé á meðal okkar fremstu skálda. Á miðri atómöld hafi hann ort tvítugur að aldri undir dróttkvæðum hætti í bland við yngri og frjálsari form. Á mótunarárum Þorsteins hafi tekist á gamall og nýr siður í skáldskap og hann hafi glímt við þessi siðaskipti með sérstökum hætti. Hin gamla íslenska ljóðhefð hafi alla tíð átt sterkar rætur í honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×