Erlent

Bandarískir hermenn öruggari í Afganistan en heima

Óli Tynes skrifar
Bandarískir hermenn í Afganistan.
Bandarískir hermenn í Afganistan.

Harðar deilur hafa staðið yfir mánuðum saman um frumvarp Baracks Obama um sjúkratryggingar fyrir alla landsmenn.

Deilurnar hafa oft á tíðum einkennst af yfirgengilegri móðursýki. Forsetinn hefur meðal annars verið sakaður um að reyna að breyta Bandaríkjunum í kommúnistaríki.

Stuðningsmenn frumvarpsins hafa einnig seilst langt. Sumir þeirra hafa þó reynt að færa rök fyrir máli sínu, meðal annars tveir prófessorar við læknadeild Harvard háskóla.

Þau David Himmelstein og Stephanie Woolhandler hafa notað opinberar tölur til þess að reikna út að á síðasta ári hafi 2.266 uppgjafahermenn undir 65 ára aldri látist beinlínis vegna þess að þeir höfðu ekki sjúkratryggingar og þarmeð aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Það eru fjórtán sinnum fleiri hermenn en þeir 155 sem féllu í bardögum í Afganistan á sama tímabili.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×