Erlent

Samkynhneigt par í hjónaband

Tveir karlmenn í Argentínu, þeir José Maria Di Bello og Alex Freyre, hafa fengið leyfi til að ganga í hjónaband. Athöfnin verður haldin 1. desember næstkomandi.

Í síðustu viku úrskurðaði dómari að lög, sem banna hjónabönd samkynhneigðra, brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Mauricio Macri, borgarstjóri í Buenos Aires, sagði að borgin muni ekki áfrýja málinu til hæstaréttar: „Við verðum að búa við og fallast á þennan raunveruleika: Heimurinn er að færast í þessa átt."- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×