Erlent

Hvar er pelinn minn?

Óli Tynes skrifar
Sjá má fætur konunnar standa undan lestarvagninum.
Sjá má fætur konunnar standa undan lestarvagninum.

Skelfing greip um sig á brautarpalli í Boston þegar kona féll niður á járnbrautarteinana rétt í þann mund sem lestin kom æðandi inn á stöðina.

Á meðfylgjandi mynd má sjá fætur konunnar standa undan fyrsta lestarvagninum.

Farþegar á brautarpallinum þutu á móti lestinni og böðuðu út öllum öngum æpandi og gargandi.

Þótt lestarstjórinn heyrði náttúrlega ekkert hvað þeir sögðu gerði hann sér grein fyrir að eitthvað mikið var að.

Hann nauðhemlaði því snarlega. Og lestin stoppaði nánast yfir konunni. Hún mun hafa brölt á fætur, dustað af sér rykið og farið svo að leita að vodka-pelanum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×