Erlent

Segir enn rétt að hafa ekki gert árás á Íran

Carter í Taílandi. Aðstoðar við byggingu íbúðarhúsa.fréttablaðið/AP
Carter í Taílandi. Aðstoðar við byggingu íbúðarhúsa.fréttablaðið/AP

Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist ekki sjá eftir því að hafa haldið að sér höndum þegar byltingarstjórnin í Íran tók 52 Bandaríkjamenn í gíslingu árið 1979.

„Helstu ráðgjafar mínir voru ákveðnir í að ég ætti að gera árás,“ sagði Carter í Taílandi í gær. „Ég hefði getað lagt Íran í eyði með vopnabúnaði mínum. En ég taldi að gíslarnir gætu týnt lífinu í átökunum, og ekki vildi ég drepa 20 þúsund Írani. Þannig að ég gerði ekki árás.“

Gíslarnir voru í haldi Írana í sendiráði Bandaríkjanna í Íran í 444 daga. Carter segist sannfærður um að afstaða hans í þessu máli hafi orðið til þess að hann tapaði fyrir Ronald Reagan í forsetakosningum árið 1979.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×