Erlent

Hundurinn og ljónið

Óli Tynes skrifar
Bogi og Zimba una hag sínum vel saman.
Bogi og Zimba una hag sínum vel saman.

Þegar velunnari gaf litlum dýragarði austur af Búdapest í Ungverjalandi ljónsungann Zimba lentu stjórnendur dýragarðsins í dálitlum vanda.

Zimba er rúmlega þriggja mánaða gamall og þurfti náttúrlega einhvern félaga.

Stjórnendurnir ákváðu að leita til hans Boga sem er af Puli kyni en það er fornfrægt fjárhundakyn í Ungverjalandi. Puli hundar eru stríðhærðir mjög og líta helst út eins og þvottamoppur.

Þeir eru hinsvegar bæði stórir og sterkir og einnig sagðir ljóngáfaðir, sem segja má að komi sér vel í þessu tilfelli.

Og það fer vel á með þeim Zimba og Boga. Bogi tekur hlutverk sitt sem fósturfaðir mjög alvarlega og siðar Zimba til ef þess þarf með.

En Bogi er líka einstaklega geðgóður og ólatur við að leika við þennan frísklega fósturson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×