Innlent

Oslóartréð höggvið við hátíðlega athöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þetta er í fyrsta sinn sem tréð er höggvið við hátíðlega athöfn. Mynd/ ANB, Vidar Ruud.
Þetta er í fyrsta sinn sem tréð er höggvið við hátíðlega athöfn. Mynd/ ANB, Vidar Ruud.
Jólatréð sem Oslóarbúar munu gefa Íslendingum þetta árið var höggvið við hátíðlega athöfn í dag. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Noregi, og Margit F. Tveiten, sendiherra Norges á Íslandi. Ljósin á trénu verða svo tendruð við hátíðlega athöfn á Austurvelli þann 29. nóvember næstkomandi. Í ár eru liðin 58 ár síðan að Oslóarbúar gáfu Íslendingum fyrst jólatré.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×