„Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2025 21:59 Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt er ánægð með útlitið á nýjum Landspítala en öðru máli gegnir um staðsetninguna. Vísir Arkitekt blæs á gagnrýni á útlit Nýs-Landspítala sem nú er óðum að taka á sig mynd eftir áralangan undirbúning. Aðra sögu er hinsvegar að segja af staðsetningu spítalans við Hringbraut í Reykjavík, sem er út úr korti að mati arkitektsins. Eftir margra áratuga undirbúning er nýr Landspítali nú loksins farinn að taka á sig mynd. Háar og kassalegar byggingar gnæfa yfir miðbænum en sitt sýnist hverjum um útlitið. Þannig segist fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson kunna vel við margt í nútímaarkitektúr, í færslu á Facebook þar sem hann birtir mynd af nýjum Landspítala, þetta sé ekki fallegt. Færslan hefur vakið mikla athygli og ljóst að margir hafa sterkar skoðanir á útliti hins nýja spítala. sumir líkja honum við hús úr legókubbum og aðrir við byggingu úr tölvuleiknum Minecraft. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og fyrrverandi deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands segir að hún sé ósammála gagnrýnendum. „Mér finnst þetta ekki ljótt og fyrir mér er það sem meikar sense fallegt og að einhverju leyti meikar þessi bygging sense.“ Hefur miklar áhyggjur af staðsetningunni Hún segist skilja sjónarmið þeirra sem vilji byggja í gömlum stíl. Byggingartækni hafi hinsvegar breyst mikið. „En það sem mér finnst þessi bygging geta svo vel er að hún er lagskipt og á efstu hæðinni er sól og virðist eiginlega bara vera gler út af litnum sem er á henni. Síðan kemur smá millilag þetta svarta sem klýfur massann og fyrir neðan sjáum við dekkri massann sem talar þá meira við umhverfið hér sem er svolítið svona lóðréttur og myndar þar með svona burð undir hinni og fyrir mér, mér finnst þetta ansi vel lukkuð bygging í þessu samhengi.“ Byggingarnar séu vel ígrundaðar og vel hannaðar. „Hinsvegar hef ég svolitlar áhyggjur af því að það að byggja inni í svona þröngu umhverfi sem á að byggjast allt í kring, sko við verðum ekkert 370 þúsund mikið lengur, okkur fjölgar. Þannig spurningin er hvernig ætlar hann að vaxa áfram? Ég sé ekki alveg hvernig það er hægt.“ Upphaflegi Landspítalinn hafi verið byggður í jaðri byggðar. Það hafi að hluta verið gert svo að fólki liði vel umkringt náttúru. Þá sé sjúkrahús byggð á þann veg í Danmörku, þar sem sjúkrahús í jaðri byggðar létti álag á sjúkrahúsi í miðborg. Þá hafi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið nefnd sem rök fyrir staðsetningu spítalans. Það er ekkert víst að hann verði hérna mikið lengur. Ég hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd. Arkitektúr Landspítalinn Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Eftir margra áratuga undirbúning er nýr Landspítali nú loksins farinn að taka á sig mynd. Háar og kassalegar byggingar gnæfa yfir miðbænum en sitt sýnist hverjum um útlitið. Þannig segist fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson kunna vel við margt í nútímaarkitektúr, í færslu á Facebook þar sem hann birtir mynd af nýjum Landspítala, þetta sé ekki fallegt. Færslan hefur vakið mikla athygli og ljóst að margir hafa sterkar skoðanir á útliti hins nýja spítala. sumir líkja honum við hús úr legókubbum og aðrir við byggingu úr tölvuleiknum Minecraft. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og fyrrverandi deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands segir að hún sé ósammála gagnrýnendum. „Mér finnst þetta ekki ljótt og fyrir mér er það sem meikar sense fallegt og að einhverju leyti meikar þessi bygging sense.“ Hefur miklar áhyggjur af staðsetningunni Hún segist skilja sjónarmið þeirra sem vilji byggja í gömlum stíl. Byggingartækni hafi hinsvegar breyst mikið. „En það sem mér finnst þessi bygging geta svo vel er að hún er lagskipt og á efstu hæðinni er sól og virðist eiginlega bara vera gler út af litnum sem er á henni. Síðan kemur smá millilag þetta svarta sem klýfur massann og fyrir neðan sjáum við dekkri massann sem talar þá meira við umhverfið hér sem er svolítið svona lóðréttur og myndar þar með svona burð undir hinni og fyrir mér, mér finnst þetta ansi vel lukkuð bygging í þessu samhengi.“ Byggingarnar séu vel ígrundaðar og vel hannaðar. „Hinsvegar hef ég svolitlar áhyggjur af því að það að byggja inni í svona þröngu umhverfi sem á að byggjast allt í kring, sko við verðum ekkert 370 þúsund mikið lengur, okkur fjölgar. Þannig spurningin er hvernig ætlar hann að vaxa áfram? Ég sé ekki alveg hvernig það er hægt.“ Upphaflegi Landspítalinn hafi verið byggður í jaðri byggðar. Það hafi að hluta verið gert svo að fólki liði vel umkringt náttúru. Þá sé sjúkrahús byggð á þann veg í Danmörku, þar sem sjúkrahús í jaðri byggðar létti álag á sjúkrahúsi í miðborg. Þá hafi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið nefnd sem rök fyrir staðsetningu spítalans. Það er ekkert víst að hann verði hérna mikið lengur. Ég hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd.
Arkitektúr Landspítalinn Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira