Erlent

Ástralíustjórn biðst afsökunar

Kevin Rudd. Forsætisráðherra Ástralíu á fundi þar sem hann baðst afsökunar fyrir hönd ríkisins. fréttablaðið/AP
Kevin Rudd. Forsætisráðherra Ástralíu á fundi þar sem hann baðst afsökunar fyrir hönd ríkisins. fréttablaðið/AP

 Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, baðst í gær afsökunar á framferði Ástrala, sem tóku illa á móti þúsundum munaðarlausra barna frá Bretlandi.

Bretar sendu um 150 þúsund munaðarlaus börn, allt frá sautjándu öld til ársins 1967, til fjarlægra nýlendna þar sem víða var tekið á móti þeim af einskærum hrottaskap. Um sjö þúsund þessara barna eru enn á lífi í Ástralíu. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, sagði á sunnudag að Bretar muni formlega biðjast afsökunar á þessu eftir áramótin næstu. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×