Erlent

Bílar veltu ferju

Óli Tynes skrifar

Tuttugu og átta manna áhöfn þessarar japönsku ferju slapp með skrekkinn þegar farmur hennar slóst til í óveðri um helgina.

Ferjan sem er tæplega áttaþúsund tonn var að flytja nýja bíla. Þegar farmurinn slóst til hallaði hún mjög og áhöfnin hafði enga stjórn á henni.

Það vildi til happs að ferjuna rak á landi og þegar hún kom á grunnsævi lagðist hún alveg á hliðina.

Áhöfnin slapp ómeidd en fjárhagslegt tjón er umtalsvert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×