Innlent

Umhverfisráðherra boðar endurskoðun á náttúruverndarlögum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja endurskoðun á lögum um náttúruvernd með það fyrir augum að styrkja stöðu náttúruverndar í landinu. Í tilkynningu frá Svandísi segir að ráðist sé í endurskoðunina vegna brýnnar þarfar á að styrkja stöðu náttúrunnar og umhverfissjónarmiða í íslenskum rétti.

Kveðið er á um endurskoðun laganna í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingar. Þar er sérstaklega tekið fram að verndarákvæði skuli treyst og almannaréttur tryggður. Svandís segir að staða náttúrunnar í íslenskum rétti hafi verið veik og úr því þurfi að bæta. Hún hefur skipað nefnd til að annast endurskoðun laganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×