Erlent

Hneigði Obama sig of djúp?

Óli Tynes skrifar
Laut forsetinn í duft?
Laut forsetinn í duft? Mynd/AP

Hægri menn í Bandaríkjunum hafa alveg farið á límingunum yfir því að Barack Obama skyldi hneigja sig djúpt þegar hann hitti japönsku keisarahjónin í Tokyo um helgina.

Forsetinn er yfir sex fet á hæð og gnæfði því yfir smávaxin keisarahjónin. Þegar hann tók í hendina á Akihito keisara hneigði hann sig í hérumbil níutíu gráður.

Það hefur farið mjög illa í hægri menn sem hafa meðal annars bent á að það hafi verið Hirohito Japanskeisari faðir núverandi keisara sem fyrirskipaði árásina á Pearl Harbour.

Einn gekk svo langt að segja að hneigingin hafi verið föðurlandssvik.

Obama er raunar ekki fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem lendir í vandræðum við að heilsa Japanskeisara.

Þegar Bill Clinton tók á móti keisarahjónunum í Washington á sínum tíma var hann gagnrýndur fyrir að rétt kinka kolli þegar hann heilsaði Akihito.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×