Fleiri fréttir

Forsetinn heimsótti Auðarskóla

Eftir stuttan fund með sveitarstjórn Dalabyggðar í dag fór Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á fund starfsmanna og barna í Auðarskóla í Búðardal. Hann heimsótti allar bekkjardeildir skólans og lauk heimsókn sinni á tónleikum með hljómsveitinni FM Belfast.

Stjórnvöld verji heimilin

Ársfundur ASÍ krefst þess að allra úrræða sé leitað til þess að verja stöðu heimilanna og lágmarka þann skaða sem þau hafa þegar orðið fyrir og sem þau verða óhjákvæmilega fyrir vegna efnahagshrunsins.

Farþegi á Gatwick: Flugfreyjunum var brugðið

„Maður fann það þegar hún fór í loftið að það væri ekki allt með felldu,“ segir farþegi sem sat í flugvélinni frá Alicante á vegum Icelandexpress, en vélin þurfti að lenda á Gatwick flugvellinum í London vegna vélarbilunar í hreyfli.

Risinn á fundi með blaðamönnum

Hæsti maður heims Sultan Kösen fundaði með blaðamönnum á Hótel Loftleiðum í dag, en hann er litlir 2,46 metrar á hæð.

Úrskurðar að vænta í máli Hosmany

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið tekur á næstu dögum afstöðu til beiðni yfirvalda í Brasilíu sem vilja að brasilíski lýtalæknirinn Hosmany Ramos verði framseldur til heimalandsins.

Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás

Tæplega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar hann á að hafa slegið mann í andlitið í júní síðastliðnum.

Ingibjörg endurkjörin varaforseti ASÍ

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir sem hefur verið varaforseti Alþýðusambandsins undanfarin ár var í dag endurkjörinn í embættið til ársins 2011. Ekkert mótframboð barst og var Ingibjörg endurkjörinn með dynjandi lófataki ársfundarfulltrúa sem risu úr sætum og hylltu varaforsetann, að fram kemur á vef ASÍ.

Kröfur AGS aðför að velferðarþjóðfélaginu

BSRB krefst þess að skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lánveitingum verði endurskoðuð. Kröfur sjóðsins séu aðför að velferðarþjóðfélaginu. Ályktun þess efnis var samþykkt á 42. þingi bandalagsins í dag.

Umhverfisáhrif verði metin sameiginlega

Meirihlutinn í bæjarráði Grindavíkur vill að umhverfisáhrif orkuöflunar og orkuflutninga á Reykjanesskaga verði metin sameiginlega. Meirihlutinn bókaði þetta á fundi sínum í fyrradag.

Ráðherra tjáir sig ekki um mál séra Gunnars

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, vill ekkert tjá sig um þá ákvörðun Biskups um að flytja séra Gunnar Björnsson til í starfi. Fréttastofa náði tali af ráðherranum í morgun og þá sagði hún að máli væri alfarið á könnu þjóðkirkjunnar og Biskup væri yfirmaður hennar.

Þrefalt fleiri hringingar á Læknavaktina vegna svínaflensu

Fjölgað hefur verið hjúkrunarfræðingum sem svara í síma Læknavaktarinnar, númer 1770, á kvöldin og um helgar vegna aukins álags sem rekja má til inflúensufaraldursins. Hringingar á Læknavaktina eru að jafnaði tvöfalt til þrefalt fleiri nú en áður. Komið hefur fyrir að Íslendingar, búsettir í útlöndum, hringi í Læknavaktina og leiti ráða vegna inflúensufaraldurs eða af öðru tilefni.

Tveir til viðbótar á gjörgæslu vegna svínaflensu

Átta manns voru lagðir inn á Landspítalann vegna svínaflensu í gærkvöldi og í nótt þar af tveir á gjörgæslu. Á bilinu 30-40 liggja nú á spítalanum vegna flensunnar. Þá dvelja þrír á heilbrigðisstofnun Suðurnesja og fjórir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á gjörgæslu.

Icesave vísað til fjárlaganefndar

Fyrstu umræðu um frumvarp um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave reikninga Landsbankans lauk á tólfta tímanum í dag. Að því loknu var frumvarpinu vísað til fjárlaganefndar.

Þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli

Flugvél á vegum Icelandexpress, og var að koma frá Alicante á Spáni, þurfti að lenda á Gatwick flugvellinum í London vegna vélarbilunar í nótt.

Sló afgreiðslukonu í Krónunni kinnhest

Kona sló afgreiðslukonu í Krónunni á Reyðarfirði kinnhest í mars síðastliðnum. Konan kom æst inn í verslunina og sakaði afgreiðslukonuna um að hafa gengið í skrokk á sér á Kaffi Kósý kvöldið áður. Svo spurði hún hvort það hafi verið vegna þess að hún væri svört.

Með amfetamín í myndspilara

Fangi á Litla Hrauni á þrítugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að vera með 40 grömm af amfetamíni falin inn í DVD spilara í klefa sínum.

Braust inn í barnaskóla og stal áfengi

Rétt rúmlega tvítugur maður var dæmdur í átta mánaða fangelsi óskilorðsbundið í Héraðsdómi Suðurlands fyrir innbrot og fíkniefnabrot. Maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin og var síðast dæmdur í rúmlega árs fangelsi árið 2007.

Botn í mál Baldurs eftir hádegið

Framhald mála Baldurs Guðlaugssonar, sem gegnir starfi ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu, ræðst eftir hádegið í dag.

Nýr formaður BSRB kjörinn í dag

Kosning formanns BSRB fer fram upp úr hádegi í dag á þingi bandalagsins. Eins og kunnugt er hefur Ögmundur Jónasson ákveðið að hætta sem formaður eftir að hafa gegnt starfinu í 21 ár. Fjórir hafa gefið kost á sér til formennsku en til þess að vera réttkjörinn formaður þarf viðkomandi að njóta stuðnings meira en helmings þingfulltrúa.

Illugi: Árni Páll með sama viðhorf og VG

Við upphaf þingfundar í dag var tekist á um ræðu Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, á ársfundi Alþýðusambands Íslands í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gagnrýndu ræðuna og sagði Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Árna Pál hafa sama viðhorf og VG til atvinnumála. Það væri áhyggjuefni því það viðhorf einkenndist af því að berja eigi niður stóriðju og sjávarútveg.

Framkvæmdastjóri LÍÚ: Ræða Árna Páls honum til „raðminnkunar“

„Orð ráðherrans [Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra] eru honum ekki einungis til minnkunar vegna þess hroka sem hann sýndi þeim sem vinna við þessar atvinnugreinar. Þau eru einnig vanvirða við það góða fólk sem mátti sitja undir ræðu hans,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdarstjóri LÍU.

Sonur Frakklandsforseta minnkar við sig

Sonur Nikulásar Sarkozy forseta Frakklands hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir formennsku í nefnd sem stýrir auðugu úthverfi í París.

Fyrstu umræðu um Icesave fram haldið

Fyrstu umræðu um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave reikninga Landsbankans var fram haldið í morgun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í gær og stóð þingfundur fram á kvöld.

Bíll brann í Borgartúni

Eldur kom upp í bíl á hringtorgi í Borgartúni í gærkvöldi. Kona var á ferð í bíl sínum þegar eldur blossaði upp í vélinni. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði glatt í bílnum en vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Bíllinn er þó mikið skemmdur.

Mjög umdeild starfsmannastefna Northwest Airlines

Rannsókn er hafin á undarlegu flugatviki sem átti sér stað í Bandaríkjunum á dögunum. Farþegaþota Northwest Airlines sem var á leið frá San Diego til Minneapolis kom ekki inn til lendingar heldur flaug rakleiðis yfir borgina.

Hagsmunasamtök heimilanna styðja talsmann neytenda

Hagsmunasamtök heimilanna lýsa yfir eindregnum stuðningi við hugmynd talsmanns neytenda um að krefjast lögbanns á innheimtu gengistryggðra lána. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Þar segir að samtökin hafi áður lýst yfir stuðningi við við tillögu talsmanns neytenda um gerðardómsleið og harma að hvorki stjórnvöld né fjármálastofnanir hafi kosið að láta á hana reyna. „Með skipun gerðardóms væri hægt að gera víðtæka sátt, með aðkomu allra hlutaðeignadi aðila, í þeirri deilu sem upp er komin af völdum forsendubrests í gengis- og verðtryggðum lánasamningum neytenda,“ segir meðal annars.

Sjö látnir eftir sprengingu í Pakistan

Sjö eru látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í norðvesturhluta Pakistans í morgun. Árásin var gerð við völl pakistanska flughersins og eru tveir hermenn á meðal hinna látnu, hinir eru almennir borgarar að sögn yfirvalda.

Stóraðgerð gegn dönskum Vítisenglum

Lögreglan í Kaupmannahöfn lét til skarar skríða gegn vélhjólasamtökunum Vítisenglum í gærkvöldi og réðist til inngöngu í 18 íverustaði samtakanna, hvort tveggja samkomuhús og heimili einstakra félaga.

Hnífi beitt í átökum í Kópavogi

Til átaka kom á milli tveggja manna í Kópavogi í gærkvöldi og beitti annar maðurinn hnífi. Sá sem fyrir árásinni varð lá sár eftir en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Hinn særði náði hnífnum af árásarmannum og var sá síðarnefndi handtekinn þegar lögreglu bar að garði og gistir hann fangageymslur. Ekki er ljóst hvað olli deilum mannanna.

Chavez bannar þjóðinni að syngja í sturtu

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hvatti þjóð sína í sjónvarpsávarpi til að hætta tafarlaust að syngja í sturtu. Vegna skorts á vatni í landinu verði fólk nú að takmarka sturtuna við þrjár mínútur og söngur geri ekkert annað en að lengja tímann í sturtunni.

Þyrla sótti fótbrotinn sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi til þess að sækja sjómann sem hafði fótbbrotnað um borð í bát sem staddur var um 90 mílur vestur af Bjargtöngum. Veður og sjólag voru var með versta móti á svæðinu og því var ekki unnt að hífa manninn um borð í þyrluna eins og ráð hafði verið fyrir gert.

Tvö innbrot og ofsaakstur

Tilkynnt var um tvö innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þjófar brutu sér leið inn í hljóðfæraverslun í austuborginni að sögn lögreglu. Þeir höfðu á brott með sér eitthvað af hljóðfærum en ekki er ljóst á þessari stundu hve mikið var tekið.

Langflestir standa í skilum

Minnst fimm þúsund viðskiptavinir bankanna og Íbúðalánasjóðs hafa nýtt sér þau úrræði sem í boði eru um greiðslu á íbúðalánum. Þetta jafngildir tæpum fimm prósentum þeirra sem eru með íbúðalán. Tekið skal fram að viðskiptavinir Landsbankans eru ekki inni í tölunum en bankinn vildi ekki tjá sig um stöðuna.

Litháarnir tengjast allir komu stúlkunnar

Litháarnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna meints mansalsmáls á Suðurnesjum tengjast allir komu nítján ára litháískrar stúlku hingað til lands fyrr í mánuðinum. Þrír Íslendingar sem sitja einnig í gæslu tengjast allir Litháunum, að hluta til í gegnum atvinnustarfsemi, en einnig með öðrum hætti sem lögregla rannsakar nú. Mansal, tryggingasvik, ofbeldisbrot, fíkniefnabrot, skjalafals og peningaþvætti eru til rannsóknar hjá lögreglunni vegna málsins. Lögreglan rannsakar einnig hvort um skipulegt mansal sé að ræða hér á landi.

Barn sýktist af völdum skógarmítils

Barn á höfuðborgar­svæðinu sýktist nýverið af völdum skógarmítils. Sýkingin greindist í tæka tíð og gengst barnið undir viðeigandi meðferð.

Lífeyrissjóðir létti Icesave-greiðslur

Draga mætti úr vaxtakostnaði ríkisins með aðkomu lífeyrissjóðanna að því að staðgreiða skuldbindingar vegna Icesave. Við þetta þyrftu skattar ekki að hækka jafnmikið og ella. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs Íslands í gærmorgun um hlutverk lífeyrissjóðanna í endurreisninni.

Engin skrifleg mótmæli send

Íslensk stjórnvöld mótmæltu ekki bréflega endurteknum frestunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins.

Hámarksfjárhæð verði hækkuð

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að til greina komi að framlengja þann tíma sem fólk eigi kost á að fá séreignarsparnað sinn greiddan út og hækka þá hámarksfjárhæð sem fólk geti tekið út. Um 39.000 manns hafa nýtt sér heimild sem samþykkt var í mars á þessu ári til að taka út allt að eina milljón króna af séreignarsparnaði sínum á tólf mánaða tímabili. Heildargreiðslan nemur 21,6 milljörðum króna á árinu.

Varist ginningar stóriðjunnar

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að ef sjávarútvegur og stóriðja geti ekki þolað hóflega innköllun veiðiheimilda og hóflega auðlindaskatta sé spurning hvort yfir höfuð hafi verið veðjað á réttan hest og ekki þurfi að leita annarra kosta um framtíðaratvinnuuppbyggingu. Þetta sagði hann í ræðu sinni á ársþingi ASÍ í gær.

Sjá næstu 50 fréttir