Innlent

Fyrstu umræðu um Icesave fram haldið

Fyrstu umræðu um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave reikninga Landsbankans var fram haldið í morgun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í gær og stóð þingfundur fram á kvöld.

Eins og fram hefur komið hafa íslensk stjórnvöld náð samkomulagi við bresk og hollensk stjórnvöld vegna málsins en það samkomulag er háð samþykki Alþingis.

Fimm þingmenn eru á mælendaskrá. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, VG, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, og Steingrímur J. Sigfússon, VG.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×