Erlent

Jarðskjálfti á miklu dýpi í Afganistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Snarpur jarðskjálfti að styrkleika 6,2 stig á Richter skók fjallahéruð norðaustur af Kabúl, höfuðborg Afganistan, snemma í morgun. Upptök skjálftans voru á rúmlega 270 kílómetra dýpi sem dró nokkuð úr virkni hans á yfirborðinu. Engu að síður fannst hann vel alla leið til Norður-Indlands og varði í tæpar 30 sekúndur. Engar fregnir hafa borist af tjóni eða slysum á fólki enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×