Innlent

Nefnd til að endurskoða lög um Stjórnarráð Íslands skipuð

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands.

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun skipa nefnd til að endurskoða í heild sinni lög um Stjórnarráð Íslands og gera tillögur um lagabreytingar samkvæmt tilkynningu.

Gert er ráð fyrir að m.a. verði litið til lagareglna sem um þetta gilda á Norðurlöndunum og víðar eftir atvikum.

Nefndin verður skipuð fulltrúa forsætisráðherra sem jafnframt verður formaður, fulltrúa tilnefndum af fjármálaráðherra og utanaðkomandi sérfræðingum á sviði opinberrar stjórnsýslu og vinnuréttar. Samráð verður haft við samtök opinberra starfsmanna um endurskoðunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×